Prófun Á Uppsetningu; Úrræðaleit - Dyson WD04 Instructions D'installation

Table des Matières

Publicité

Les langues disponibles
  • FR

Les langues disponibles

  • FRANÇAIS, page 100
Prófun á
uppsetningu
Prófið handþurrkarann við venjulega notkun:
– Setjið hendurnar undir miðjan kranann. Þá
streymir vatn sjálfkrafa úr krananum, eins
lengi og höndunum er haldið þar.
– Setjið hendurnar hvora sínum megin við
miðkranann til að kveikja á handþurrkunni
og þá myndast lofttungur sem skafa vatnið
af höndunum.
– Færið hendurnar hægt fram og aftur í
gegnum loftstrauminn og snúið þeim til
að þurrka bæði lófa og handarbak. Snúið
höndunum þannig að bæði bak og lófar fái
á sig loftstreymi.
Sjálfvirk skolun
Tækið er búið sjálfvirku skolunarkerfi sem er
virkt í 60 sekúndur, sólarhring eftir síðustu
notkun. Kerfið hjálpar til við að draga
úr stöðnun vatns og útbreiðslu baktería
í vörunni.
Tryggið að tækið sé ávallt sett upp yfir vöskum
sem eru í lagi og með tengdu frárennsli.
Úrræðaleit
Handþurrkan fer ekki í gang:
– Athugið hvort öryggi/útsláttarrofi virkar og
gætið þess að rafstraumur og vatnsinntak
séu tengd.
– Gætið þess að hreinsunarhettan sé ekki á
og að skynjararnir séu hreinir og
lausir við fyrirstöðu.
– Slökkvið á tækinu og kveikið aftur á því.
Handþurrkan kveikir og slekkur
óreglulega á sér.
– Slökkvið á tækinu og kveikið aftur á því.
– Gangið úr skugga um að enginn tappi
sé í vaskinum, ef tappi er til staðar skal
fjarlægja hann.
– Gætið þess að skynjararnir séu hreinir.
– Gætið þess að skynjaraleiðslan frá
krananum sé tryggilega tengd.
Handþurrkan slekkur stundum á sér
þegar hún er í notkun:
– Slökkvið á tækinu og kveikið aftur á því.
– Gætið þess að skynjararnir séu hreinir.
– Gætið þess að loftinntök séu hrein og
laus við ryk. Ef ryk er í loftinntökum skal
fjarlægja það.
– Gætið þess að engar hindranir séu fyrir
loftinntökum og að fríbil þeirra sé nægilegt.
WWW.RESTROOMDIRECT.COM
Handþurrkan er lengur að þurrka en áður:
– Athugið hvort ryk er á loftinntökum og
fjarlægið það.
– Skoðið síuna og skiptið um síu ef þörf krefur.
– Gætið þess að slangan sé tryggilega fest við
neðri hluta kranans og að hvergi finnist leki.
Loftstreymið er heitara en venjulega:
– Athugið hvort ryk er á loftinntökum og
fjarlægið það.
– Skoðið síuna og skiptið um síu ef þörf krefur.
– Gætið þess að slangan sé tryggilega fest við
neðri hluta kranans og að hvergi finnist leki.
Loft streymir stöðugt úr handþurrkunni:
– Kannið hvort eitthvað lauslegt er í vaskinum
og fjarlægið ef svo er.
– Gætið þess að skynjararnir séu hreinir og
lausir við hindranir.
– Skoðið síuna og skiptið um síu ef þörf krefur.
– Gætið þess að slangan sé tryggilega fest við
neðri hluta kranans og að hvergi finnist leki.
704 • 937• 2673
129 Oakpark Dr., Unit A, Mooresville, NC 28115
Ekkert loft streymir úr tækinu:
– Slökkvið á tækinu og kveikið aftur á því.
– Athugið hvort öryggi/útsláttarrofi virkar
og gætið þess að tenging við rafmagn sé
til staðar.
– Gætið þess að skynjararnir séu hreinir.
– Gætið þess að loftslangan sé tryggilega
fest við neðri hluta kranans og að hvergi
finnist leki.
– Gætið þess að skynjaraleiðslan frá
krananum sé tryggilega tengd.
Vatn rennur stöðugt úr krananum:
– Gætið þess að skynjararnir séu hreinir og
lausir við hindranir.
Ekkert vatn kemur úr krananum:
– Gætið þess að kveikt sé á raf- og
vatnsstraumi og að einangrunarlokinn
sé opinn.
– Gætið þess að sigtið í krananum sé laust við
óhreinindi; fjarlægið það og hreinsið eða
skiptið um það ef þörf krefur.
Vatnið sem rennur úr krananum er of heitt
eða of kalt:
– Athugið hvort blöndunarlokinn er stilltur á
æskilegt hitastig.
Hafið samband við þjónustuver Dyson til að
fá frekari aðstoð og upplýsingar eða á netinu
á www.dyson.com
IS
155

Publicité

Table des Matières
loading

Ce manuel est également adapté pour:

Wd06Wd05

Table des Matières