8
Slökkt á viðvörun handvirkt
8.1
Slökkt á viðvörun vegna reykskynjunar
Hægt er að gera reykskynjunina óvirka í 15 mínútur:
• til að koma í veg fyrir að reykskynjarinn fari óvart í gang vegna athafna
sem þyrla upp ryki (t.d. þegar sópað er í rykugu herbergi),
• til að slökkva á viðvöruninni þegar um hættulausan reyk er að ræða.
Þetta er gert með því að halda aðgerðahnappinum inni í stutta stund
(< 3 sekúndur), þar til stutti staðfestingartónninn hættir. Ljóshringurinn
blikkar þá á tveggja sekúndna fresti.
Ábending
Hitaskynjunin er áfram virk.
8.2
Merki gerð óvirk
Ljósspennurafhlaða er notuð til að stöðva viðvaranirnar „Skynjarahaus
óhreinn" og „Skipta þarf um rafhlöðu" (4. kafli) í allt að 12 klst. í myrkri.
Slíkt hefur engin áhrif á virkni viðvörunarmerkja reykskynjarans.
Ef merki um að skipta þurfi um rafhlöðu eða að um bilun/óhreinindi sé að
ræða er gefið á óheppilegum tíma er hægt að fresta því um átta
klukkustundir hverju sinni í að hámarki sjö daga. Þetta er gert með því að
halda aðgerðahnappinum inni þar til viðvörunartónninn hættir.
Hins vegar verður að gera við tækið eins fljótt og auðið er.
Hafðu samband við þjónustuaðila ef einhver vandkvæði verða.
160