7
Virkniprófun
Við handvirka prófun á reykskynjaranum heyrist aðeins dauft hljóðmerki,
en engu að síður ætti að vara nærstadda við. Vera skal í að minnsta kosti
50 cm fjarlægð frá reykskynjaranum á meðan virkniprófunin fer fram.
Gera skal þessa prófun mánaðarlega, einkum eftir langa fjarveru:
1) Haldið aðgerðahnappinum inni í að minnsta kosti 4 sekúndur:
• Ef hljóðmerkið heyrist og ljóshringurinn logar eða blikkar (sjá kafla 4)
er reykskynjarinn í lagi.
• Ef reykskynjarinn gefur ekki frá sér merki skal skipta um rafhlöðu.
2) Endurtakið svo virkniprófunina. Ef ekkert merki heyrist er hann í ólagi
og skipta verður honum út fyrir nýjan.
3) Ljúkið virkniprófuninni með því að halda aðgerðahnappinum inni þar til
staðfestingartónninn heyrist.
Við virkniprófun á reykskynjurum sem tengdir eru saman með leiðslu eða
þráðlaust gefa allir tengdir reykskynjarar frá sér hljóðmerki. Ef svo er ekki
skal athuga rafhlöðurnar í öllum reykskynjurunum sem og tengingar og
ástand leiðslnanna sem þeir eru tengdir saman með.
159