Förgun vöru, umbúða, rafhlaðna og rafmagnshluta
(gildir í Evrópusambandinu og öðrum löndum með
sérstakar sorpflokkunarstöðvar)
•
Þetta tákn á vörunni eða meðfylgjandi skjölum hennar
gefur til kynna að ekki má farga vörunni, rafhlöðunum og
rafmagnshlutum með venjulegu heimilissorpi.
•
Fjarlægðu allar tómar rafhlöður og rafmagnshluti áður en
barnabílstólnum er hent. Farðu eftir leiðbeiningunum um
fjarlægingu á hlutnum eða á vörunni.
•
Þetta sæti er með rafmagnseiningu innan í gólfstuðningnum (ekki
fyrir allar gerðir). Aftan á gólfstuðningnum má finna límmiða með
leiðbeiningum um fjarlægingu.
•
Farðu með tómar rafhlöður og rafmagnshluti á endurvinnslustöð sem
meðhöndlar og endurvinnur rafmagns- og rafeindaúrgang.
Bílstóllinn tekinn í sundur og honum fargað
•
Hægt er að taka þessa vöru í sundur og flokka eftir efnum fyrir
endurvinnslu. Nánari upplýsingar má finna á www.besafe.com.
•
Farðu með bílstólinn á endurvinnslustöð sem tekur á móti sérstökum
úrgangi.
Förgun umbúða
•
Umbúðirnar utan um þessa vöru innihalda PE plastpoka og pakka.
Flokkaðu þessi efni og farðu með þau á næstu endurvinnslustöð.
267