258
Þakka þér fyrir að velja BeSafe Stretch
!
Það er mikilvægt að þú lesir þessa notendahandbók ÁÐUR en þú festir
stólinn. Röng uppsetning getur stofnað barni þínu í hættu.
! Mikilvægar upplýsingar
•
Barnabílstóllinn MÁ EKKI vera sett í framsæti EF
LOFTPÚÐAR ERU VIRKIR eða í sæti með beltisloftpúða.
•
Listinn yfir bifreiðar fyrir þennan bílstól er leiðarvísir sem
sýnir hvar hægt er að setja bílstól í þína bifreið. Þú verður þó alltaf að
athuga í handbók bifreiðarinnar þinnar hvort barnabílstóll af þessari
tegund megi vera notuð í bifreiðinni. Handbók bifreiðarinnar hefur
forgang og alltaf verður að fara eftir henni.
•
Þessi bílstóll verður að setja þannig að barnið snúi aftur og með 3ja
punkta öryggisbelti, í samræmi við UN/ECE reglugerð nr. 16 eða aðra
jafngilda staðla.
•
Alltaf á að nota gólfstuðning. Ýta skal stönginni vel niður í gólf
ökutækisins og ganga úr skugga um að vísirinn á henni bendi á grænt.
•
Öryggisbeltin verða alltaf að vera læst þegar barnið er í stólnum.
•
Strekkja verður á öryggisbeltunum til að taka af slaka og gæta þess að
þau séu ekki snúin.
•
Gættu þess að strekkja mjög vel á beislinu, þannig að ekki sé lengur
hægt að mynda brot í beltunum. Þegar strekkt er á beislinu skal ganga úr
skugga um að barnið liggi vel upp að bakinu.
•
Axlapúðarnir innihalda segla. Seglar geta haft áhrif á rafmagnsbúnað, t.d.
gangráða eða önnur lækningatæki.
•
Verjið barnið fyrir sól.
•
Klæðið barnið ávallt í þunnt lag af fötum til að forðast beina snertingu á
milli beislisins og húðar. Forðist þykkan fatnað því það kemur í veg fyrir
að hægt sé að strekkja beltin að fullu.
•
Við mælum með að þessi stóll sé einungis notaður fyrir börn sem geta
setið, ekki yngri en 6 mánaða.
•
Fjarlægðu neðstu sessuna þegar barnið hefur náð 2ja ára aldri.
•
Fjarlægðu bakpúðann þegar barnið hefur náð 2ja ára aldri eða fyrr ef
barnið virðist orðið of stórt fyrir hann.
•
Þú verður að hætta að nota þennan bílstól og skipta yfir í næstu stærð
þegar EITT af eftirfarandi atriðum er uppfyllt: 1) Barnið er stærra en 125
cm; 2) Barnið er þyngra en 36 kg í fötum; 3) Axlahæð barnsins fer yfir
hæstu stöðu axlabeltanna; 4) Efsti hluti eyrnanna er fyrir ofan hæsta
punkt höfuðpúðans í hæstu stöðu.
•
Skiptu um bílstólinn ef hann var í árekstri þar sem hraðinn var 10 km/
klst. eða meiri og ef grunur leikur á að bílstóllinn hafi skemmst af