aftan á bílstólnum. Þegar það er gert lokast strekkingarlæsingin framan
á. Snúðu hnappinum áfram til að strekkja á beltinu. Þú getur snúið þar til
smellur heyrist í hnappinum og hann hættir að strekkja á beltinu. (14)
8.
Athugaðu: gakktu úr skugga um að ekki sé misræmi á milli beltissylgju
bílsins og beltabrautarinnar. Ef svo er þarf að setja upp bílstólinn með
framstoðina í lengri stöðu.
9.
Gakktu úr skugga um að gólfstuðningurinn snerti ennþá gólfið í bílnum og
stilltu eftir þörfum.
10.
Hæðarvísir gólfstuðningsins bendir á grænt þegar uppsetningin er rétt.
11.
Viðvörunarhljóð hættir þegar gólfstuðninginn er kominn í rétta stöðu og
bendir á grænt (ekki fyrir allar gerðir).
12.
Ýttu niður á sleppihnappinn fyrir neðri festingu og togaðu út neðri
festiólarnar. Tengdu krókinn við neðri festingarnar í bifreiðinni. Farðu eins
að á hinni hliðinni. (15)
13.
Gættu þess að báðar neðri festingarnar séu tengdar og þéttar. Þær verða
þéttari ef þú vaggar bílstólnum aðeins til hliðanna.
14.
Gættu þess að þú sjáir ennþá gulu línuna á báðum neðri festiólunum. (16)
15.
Ef þú hefur sett barnabílstólinn upp í aftursætinu: Færðu framsætið
til baka þannig að það snerti bílstólinn aðeins. Ef það er ekki hægt
skaltu færa framsætið til að fá eins mikla fjarlægð á milli bílstólsins og
framsætisins og hægt er, helst a.m.k. 25 cm. (17)
16.
Athugaðu hvort uppsetningin sé vel fest og stöðug. Öryggisbeltið ætti
að vera mjög strekkt og læst með strekkingarlæsingunni. Báðar neðri
festiólarnar skulu vera tengdar og strekktar með gulu línuna sýnilega.
Gólfstuðningurinn verður að snerta gólf bifreiðarinnar. Endurtaktu
uppsetninguna ef þess þarf.
17.
Sætið kemur með fjarlægjanlegri hliðarhöggvörn SIP+ (side impact
protection +). Þessa auka hliðarhöggvörn ætti að nota dyramegin í bílnum.
Fylgdu teikningunum á hliðarhöggvörninni sem fylgir með stólnum
þínum til að tengja hana. Stóllinn býður þegar upp á mikla innbyggða
hliðarhöggvörn. Þessi aukavörn eykur enn frekar á öryggi í hliðarárekstri.
(18)
18.
Ekki nota auka hliðarhöggvernd (SIP+) á stólinn ef bilið á milli stóls og
bílhurðar er of lítið. Ástæðan fyrir of litlu bili getur verið að stóllinn sé
rangt festur í bílinn. Skoðið festingar því vel.
19.
Ef hliðarhöggverndin situr í sömu hæð og bílglugginn og bíllinn er útbúin
með hliðarloftpúðum skal ekki nota hliðarhöggverndina ef það er minna
en 10cm bil á milli hennar og gluggans.
263