Télécharger Imprimer la page

Electrolux ENG7TE18SX Notice D'utilisation page 96

Publicité

96
www.electrolux.com
5.12 Ísmolaframleiðsla
Með þessu heimilistæki fylgir einn eða
fleiri bakkar til ísmolagerðar.
Ekki nota málmverkfæri til að
losa bakkana úr frystinum.
6. ÁBENDINGAR OG GÓÐ RÁÐ
6.1 Ábendingar um
orkusparnað
• Frystir: Innri uppsetning
heimilistækisins er það sem tryggir
skilvirkustu notkun orku.
• Kælir: Skilvirkasta notkun orku er
tryggð í þeirri uppsetningu að skúffum
í neðri hluta heimilistækisins og.hillum
sé jafnt dreift. Staðsetning kassa í
hurð hefur ekki áhrif á orkunotkun.
• Ekki opna hurðina oft eða hafa hana
opna lengur en nauðsyn krefur.
• Frystir: Því kaldari sem stillingin er,
því meiri orku notar hún.
• Kælir: Ekki stilla á of háan hita til að
spara orku nema eiginleikar matarins
krefjist þess.
• Ef umhverfishitastigið er hátt,
hitastýringin stillt á lágan hita og
heimilistækið fullhlaðið, getur verið að
þjappan sé stöðugt í gangi, en það
getur valdið því að hrím eða ís hlaðist
utan á eiminn. Í þessu tilfelli skaltu
setja hitastýringuna í átt að hærra
hitastigi til að leyfa sjálfvirka þíðingu
og spara orku á þann hátt.
• Tryggðu gott loftflæði. Ekki hylja
loftræstiristarnar eða götin.
• Gakktu úr skugga um að matvaran inn
í heimilistækinu komi ekki í veg fyrir
að loft geti flætt út um þar til gerð göt
aftan á innanverðu heimilistækinu.
6.2 Ábendingar um frystingu
• Virkjaðu Extra Freeze aðgerðina að
minnsta kosti einum sólarhring áður
en maturinn er látinn í frystihólfið.
• Áður en ferskur matur er frystur skal
setja hann í álpappír, plastfilmu eða
poka, loftþétt ílát með loki.
• Til að fá skilvirkari frystingu og þíðingu
ætti að skipta matvælunum í minni
skammta.
1. Fylltu þessa bakka af vatni.
2. Settu ísbakkana í frystihólfið.
• Mælt er með því að láta merkingar og
dagsetningar á öll frosin matvæli. Það
mun hjálpa þér að þekkja matvælin og
vita hvenær þarf að nota þau áður en
þau fara að spillast.
• Maturinn á að vera ferskur þegar
hann er frystur til að varðveita gæðin.
Sérstaklega ætti að frysta ávexti og
grænmeti eftir uppskeru til að
varðveita öll næringarefni þeirra.
• Ekki frysta dósir eða flöskur með
vökva, sérstaklega kolsýrða drykki -
þær geta sprungið þegar þær eru
frystar.
• Ekki láta heitan mat í frystihólfið.
Kældu niður að stofuhita áður en
hann er látinn inn í hólfið.
• Til að forðast hækkun hitastigs fyrir
matvæli sem þegar voru frosin skal
ekki setja fersk, ófrosin matvæli beint
við hlið þeirra. Láttu matvæli við
stofuhita í þann hluta frystihólfsins þar
sem eru engin frosin matvæli.
• Ekki borða ísmola, vatnsís eða
íspinna strax eftir að þeir hafa verið
teknir úr frysti. Hætta er á kali.
• Ekki endurfrysta þiðin matvæli. Ef
matvælin eru þiðin skaltu elda þau,
kæla og frysta.
6.3 Ábendingar um geymslu á
frosnum mat
• Frystihólfið er það sem er merkt með
.
• Góð hitastilling sem varðveitir frosna
matvöru er -18°C eða lægri.
Sé hærri hiti stilltur fyrir heimilistækið
getur það leitt til styttri endingartíma
fyrir vörurnar.
• Allt frystihólfið hentar fyrir geymslu á
frosnum vörum.
• Skildu eftir nægilegt pláss í kringum
matvælin til að loft nái að flæða vel
um þau.

Publicité

loading