Télécharger Imprimer la page

Electrolux ENG7TE18SX Notice D'utilisation page 95

Publicité

Viftan gengur aðeins þegar
hurðin er lokuð.
Ekki fjarlægja lokið á
viftunni.
5.7 CleanAir+-sía
Í heimilistækinu er CleanAir+ kolefnissía.
Sían hreinsar loftið og tekur óæskilega
lykt úr kælihólfinu sem bætir
geymslugæðin.
Við afhendingu er sían og plasthólf
hennar í plastpoka með öðrum
aukabúnaði (sjá hlutann „Að setja upp og
skipta um CleanAir+ síuna" í kaflanum
„Umhirða og hreinsun" fyrir uppsetningu).
5.8 Flöskugrind
Settu flöskurnar (með stútinn vísandi
fram) í forstillta hilluna.
Settu aðeins lokaðar flöskur
í hilluna.
5.9 Frysta fersk matvæli
Frystihólfið hentar til þess að frysta fersk
matvæli og geyma frosin og djúpfrosin
matvæli til lengri tíma.
Til að frysta fersk matvæli skal
virkjaExtra Freezeaðgerðina minnst 24
klukkustundum áður en maturinn sem á
að frysta er settur í frystihólfið.
Dreifið fersku matvælunum jafnt yfir
fyrsta hólfið eða skúffuna talið ofan frá.
Hámarksmagn matvæla sem hægt er að
frysta á sólarhring án þess að bæta við
öðrum ferskum matvælum er tilgreint á
merkiplötunni (merkingu sem staðsett er
inni í heimilistækinu).
Að frystiferlinu loknu fer heimilistækið
sjálfkrafa aftur í fyrri hitastillingu (sjá
„Extra Freezeaðgerðina").
Til að fá frekari upplýsingar, sjá
„Ábendingar um frystingu".
5.10 Geymsla á frosnum
matvælum
Þegar heimilistækið er virkjað í fyrsta
sinn eða eftir notkunarhlé skal láta það
ganga í minnst 3 klukkustundir áður en
vörurnar eru settar í hólfið með kveikt á
Extra Freeze aðgerðinni.
Frystiskúffurnar tryggja að það sé
auðvelt og fljótlegt að finna
matarpakkann sem vantar.
Ef það á að geyma mikið magn af
matvælum, skal fjarlægja allar skúffur og
láta matvælin í hillurnar.
Geymið matinn ekki nær hurðinni en 15
mm.
VARÚÐ!
Ef þiðnun verður fyrir slysni,
til dæmis af því að rafmagnið
fer af, og rafmagnsleysið
hefur varað lengur en gildið
sem sýnt er á merkiplötunni
undir „hækkunartími", þarf
að neyta þídda matarins fljótt
eða elda hann strax, kæla
og frysta hann svo aftur. Sjá
„Aðvörun um háan hita".
5.11 Þíðing
Djúpfrosinn eða frosinn mat er hægt að
þíða í kælinum í eða í plastpoka undir
köldu vatni, áður en maturinn er notaður.
Þessi aðgerð veltur á því hversu mikill
tími er til boða og tegund matarins. Litla
bita má jafnvel elda frosna.
ÍSLENSKA
95

Publicité

loading