Télécharger Imprimer la page

Outdoorchef ELECTRO P-420 E Notice D'utilisation page 71

Barbecue sphérique electrique

Publicité

Les langues disponibles
  • FR

Les langues disponibles

  • FRANÇAIS, page 18
NOTKUN GRILLSINS
1. Gangið úr skugga um að hitaelementið hafi verið sett rétt í.
2. Stingið rafmagnsklónni í jarðtengda innstungu.
3. VARÚÐ: Tengja verður tækið við lekastraumsrofa með að hámarki 30 mA mállekastraumi.
4. Stillið aðalrofann á „I".
5. Stillið hitastillinn á „ON".
6. Græna gaumljósið á þrepi 1 byrjar að blikka og gefur þannig til kynna að verið sé að hita upp hitaelementið.
7. Stillið hitastig hitastillisins með örvahnöppunum > eða < eftir þörfum á bilinu 1–7 og hitið með lokið á þar til græna gaumljósið logar stöðugt
og gefur þannig til kynna að réttu hitastigi sé náð. Grillið er u.þ.b. 10–15 mínútur að hitna, en það fer eftir hitastillingunni, veðri og vindum
hverju sinni.
8. Í stillingu 7 hitar grillið stöðugt. VARÚÐ: Þegar grillað er með þessari stillingu MÁ LOKIÐ EKKI VERA Á.
9. Vegna veðurs og vinds getur þurft að nota hitastillinn til að halda réttu hitastigi á grillinu.
ÁBENDINGAR
Með rafmagnskúlugrillinu frá OUTDOORCHEF má bæði grilla (með og án loks) og elda (með loki).
ATHUGIÐ: Vegna hættu á ofhitnun má ekki leggja stíft eða sveigjanlegt efni á borð við álbakka, álpappír eða annað hitaþolið efni á grillið.
Notkun slíkra hluta eða efna á grillgrindinni dregur úr öryggi tækisins og getur valdið miklum skemmdum á því.
OUTDOORCHEF-grillið er enn betra með réttum aukabúnaði. Hvort sem verið er að grilla eða elda: Fáið útrás fyrir tilraunastarfsemi og
sköpunargleði.
Finna má alla fylgihluti fyrir grillið á OUTDOORCHEF.COM
ÞEGAR BÚIÐ ER AÐ GRILLA
Stillið hitastillinn á „OFF".
Stillið aðalrofann á „O".
Takið rafmagnsklóna alltaf úr sambandi þegar grillið er ekki í notkun. Tækið er ekki tekið úr sambandi við rafmagn nema að klóin sé tekin úr
innstungunni. Takið alltaf um klóna sjálfa og togið ekki í snúruna.
Hreinsið grillgrindina og fitusafnbakkann eftir hverja notkun. Leyfið grillinu að kólna alveg áður en það er þrifið.
ÞRIF
Stillið hitastillinn á „OFF" áður en byrjað er að þrífa grillið.
Stillið aðalrofann á „O".
Takið rafmagnsklóna úr innstungunni og leyfið grillinu að kólna alveg.
VARÚÐ: Alls ekki má dýfa grillinu og hitaelementum með rafmagnssnúru í vatn eða hreinsa þessa hluti undir rennandi vatni. Hindrið að
rafbúnaður komist í snertingu við vatn.
Strjúkið af hitaelementum með rökum klúti og þerrið með mjúkum og þurrum klúti.
MIKILVÆGT: Notið ekki sterk eða grófkorna hreinsi- og leysiefni við þrif á rafmagnskúlugrillinu.
Hreinsið grindina með grillbursta með messinghárum (ekki stálbursta). Ekki má nota neina hvassa hluti eða sterk hreinsiefni.
Þrífið fitusafnbakkann með sápuvatni.
Megnið af fitunni gufar upp eða drýpur á álfilmuna og lekur þannig niður í fitusafnbakkann. Af þessum sökum þarf að skipta reglulega um
álfilmuna á EASY REFLECT, í síðasta lagi þegar hún er þakin fituleifum.
MIKILVÆGT: Ef álfilman er hrein næst mun betri undirhiti og betur gengur að grilla!
Fyrir aðra hluta grillsins, sem og við vandleg þrif, skal nota nælonsvamp og sápuvatn til að fjarlægja lausar matarleifar. Einnig má nota
ofnahreinsi.
MIKILVÆGT: Eftir hverja vandlega hreinsun skal láta grillið þorna almennilega (brenna) á stillingu 6, þar sem sterk lykt er af flestum gerðum
ofnahreinsis.
71

Publicité

loading

Ce manuel est également adapté pour:

Electro p- 420 e minichefP-420 eP-420 e minichef