ENDURSTILLA
Fyrir þráðlausan rofa til að slökkva og kveikja:
Ýttu 4 sinnum á pörunarhnappinn innan 5 sekúnda.
SKIPT UM RAFHLÖÐU
Þegar þráðlaus rofi til að slökkva og kveikja er reglulega
notaður, eins og ætlast er til, duga rafhlöðurnar í um
það bil 2 ár.
Þegar það er kominn tími á að skipta um rafhlöður
blikkar rautt LED ljós þegar þú slekkur/kveikir á
rofanum.
Opnaðu lokið að aftan og skiptu skiptu um rafhlöðu
með nýrri CR2032 rafhlöðu.
VARÚÐ!
Sprengihætta getur stafað af því að skipta út rafhlöðu
fyrir aðra af rangri tegund. Fargaðu rafhlöðunni í
samræmi við leiðbeiningar.
MIKILVÆGT!
• Þráðlaus rofi til að slökkva og kveikja er aðeins
ætlaður til notkunar innanhúss og við hitastig frá 0º
C til 40º C.
• Ekki skilja þráðlausa rofann eftir í beinu sólarljósi eða
nálægt hitagjöfum, þar sem það gæti ofhitnað.
• Drægi á milli þráðlausa rofans og og móttökutækisins
er mælt á opnu svæði. Mismunandi byggingarefni
og staðsetning tækjanna geta haft áhrif á drægi
þráðlausu tengingarinnar.
UMHIRÐULEIÐBEININGAR
Til að þrífa þráðlausa rofann til að kveikja og slökkva
ætti að strjúka af honum með rökum klút.
20