3M PELTOR Tactical XP MT1H7 2 Serie Mode D'emploi page 63

Masquer les pouces Voir aussi pour PELTOR Tactical XP MT1H7 2 Serie:
Table des Matières

Publicité

Les langues disponibles
  • FR

Les langues disponibles

  • FRANÇAIS, page 43
IS
Útskýringar á töflu um hjálmfestingar fyrir öryggishjálma fyrir
atvinnumenn:
C:1 Framleiðandi öryggishjálms
C:2 Gerð öryggishjálms
C:3 Festing við öryggishjálm
C:4 Höfuðstærð: S = lítið, M = miðlungs, L = stórt
ÍHLUTIR
Höfuðspöng MT1H7F2*
D:1 Höfuðspöng (PVC, PA)
D:2 Höfuðspangarvír (ryðfrítt stál)
D:3 Tveggja punkta festing (POM)
D:4 Eyrnapúði (PVC þynna & PUR-frauð)
D:5 Frauðþéttingar (PUR-frauð)
D:6 Skál (ABS)
D:7 Styrkstýrður hljóðnemi fyrir umhverfishlustun (PUR-frauð)
D:8 Talhljóðnemi (ABS, PA)
D:9 Rafhlöðulok
D:10 Innstunga fyrir hljóðnema J22
Hálsspöng MT1H7B2*
D:11 Hálsspöng (ryðfrítt stál, TPO)
Hjálmfesting MT1H7P3*2
D:12 Hjálmfesting (ryðfrítt stál, POM)
D:13 Tengi fyrir sérstaka Flex-leiðslu
LEIÐBEININGAR UM UPPSETNINGU
Höfuðspöng
B:1 Dragðu skálarnar út og hallaðu efri hlutanum út,
tengisnúran verður að vera utan við höfuðspöngina.
B:2 Stilltu hæð skálanna með því að renna þeim upp eða
niður á meðan höfuðspönginni er haldið á sínum stað.
B:3 Höfuðspöngin ætti að liggja yfir hvirfilinn eins og myndin
sýnir og þyngd heyrnartólanna ætti að hvíla þar.
Hálsspöng
B:4 Settu skálarnar á sinn stað yfir eyrunum.
B:5 Haltu skálunum á sínum stað, komdu höfuðbandinu fyrir
efst á höfðinu og smelltu því í rétta stöðu.
B:6 Höfuðbandið ætti að liggja yfir hvirfilinn eins og myndin
sýnir og þyngd heyrnartólanna ætti að hvíla þar.
Festing við öryggishjálm
B:7 Settu hjálmfestinguna í raufina á hjálminum og smelltu
henni fastri á sinn stað (B:8).
B:9 Vinnustaða: Þrýstu höfuðspangarvírunum inn á við þar til
þú heyrir smell báðum megin. Gættu þess að skálar og
höfuðspangarvírar þrýsti ekki á hjálmbrúnina í vinnustöðu þar
sem það gæti dregið úr hljóðdeyfingu heyrnarhlífanna.
B:10 Loftræstistaða: Togaðu eyrnaskálarnar út á við uns þú
heyrir smell til þess að stilla heyrnartólin í loftræstistöðu.
Forðastu að leggja skálarnar að hjálminum (B:11) því það
hindrar loftræstingu.
HLJÓÐNEMI
G:1 Talneminn verður að vera mjög nálægt munni (nær en 3
mm eða 1/8 úr tommu) í hávaðasömu umhverfi svo hann skili
hámarks afköstum þar.
LEIÐBEININGAR UM NOTKUN
Að setja í rafhlöður
Settu rafhlöður (2 x AA) í rafhlöðuhólfið. Hertu skrúfuna. Þrír
tónar, endurteknir með sífellt styttra millibili, gefa til kynna að
rafhlaðan sé að tæmast.
Að kveikja og slökkva á heyrnartólunum
Kveiktu og slökktu á tækinu með því að þrýsta á On/Off/Mode
(Á/Af/Hamur) hnappinn og halda honum niðri í tvær sekúndur.
Tónboð staðfesta að kveikt hefur verið eða slökkt á tækinu.
Síðasta stilling vistast alltaf þegar slökkt er á heyrnartólunum,
nema hár hljóðstyrkur á tengi út. Það slokknar sjálfkrafa á
heyrnartækjunum eftir tvo tíma án virkni. Tónmerki gefur það
til kynna síðustu mínútuna, svo slökkva heyrnartólin á sér.
Valmynd
Þrýstu snöggt á On/Off/Mode hnappinn til þess að fletta
gegnum valmyndina. Skrefin í valmyndinni eru: „Volume"
(Styrkstilling), „Balance" (Jafnvægi), „Equalizer" (Tónjafnari),
„Release time" (Biðtími), „External input volume" (Styrkur
hljóðmerkis inn) og „External input mode" (Hljóðmerki
inn). Við hvert skref í valmynd eru hnapparnir + (hækka)
og – (lækka) notaðir til þess að breyta stillingum. Hægt
er að slökkva á sumum aðgerðum með því að þrýsta
á – hnappinn og halda honum niðri í tvær sekúndur. Kveikt
er á þeim á ný með því að þrýsta snöggt á + hnappinn.
Hvert skref og breyting á stillingu í valmynd er staðfest með
raddskilaboðum.
„Volume" (Styrkstilling)
Þessi hljóðstyrksstilling stýrir virkni umhverfishljóða með
6 styrkstigum og slökkt. Hljóðstyrkurinn takmarkast við
82 dB. Mögnunin lækkar þegar ytra hljóðmerki berst inn
um ytra tengi.
Athugasemd! Þegar slökkt er á þessari aðgerð, eru
utanaðkomandi hljóð ekki deyfð sem gæti reynst hættulegt.
„Balance" (Jafnvægi)
Hægt er að stilla jafnvægi á milli hægri og vinstri eyra í
9 mismunandi þrepum. Miðjustillingin finnst með því að þrýsta
samtímis á + og – hnappana.
„Equalizer" (Tónjafnari)
Tónjafnarinn stillir tóninn og hægt er að velja um fjögur þrep:
Low (Lágt), Neutral (Eðlilegt), High (Hátt) og Extra high (Mjög
hátt).
„Release time" (Biðtími)
Biðtímastillingin tilgreinir þann tíma sem líður áður en
takmarkari styrkstýrðu aðgerðarinnar opnast eftir að
kveikt hefur verið á honum. Í boði eru stillingarnar Normal
(Venjulegt) og Slow (Hægt).
55

Publicité

Table des Matières
loading

Table des Matières