Télécharger Imprimer la page

ResMed ClimateLineAir 11 Guide De L'utilisateur page 148

Masquer les pouces Voir aussi pour ClimateLineAir 11:

Publicité

Les langues disponibles
  • FR

Les langues disponibles

  • FRANÇAIS, page 14
Hreinsun og umhirða slöngunnar
VARNAÐARORÐ
Hreinsið tækið og íhluti þess í samræmi við tilmæli í þessari
handbók til að tryggja góða virkni og koma í veg fyrir
örveruvöxt sem gæti haft alvarleg áhrif á heilsu notanda.
VARÚÐ
• Ekki má nota bleikiefni, klór eða blandaðar arómatískar
lausnir til að þrífa tækið, rakaílátið eða loftslönguna.
Sama gildir um mýkingarefni, bakteríudrepandi sápur
og ilmolíur. Slíkar lausnir geta skemmt eða skert virkni
rakagjafans og stytt endingartíma íhlutanna. Verði
tækið fyrir reyk, þar á meðal sígarettu-, vindla- eða
pípureyk, ásamt ósoni eða öðrum gastegundum, getur
það skaðað tækið. Skaði af völdum þess sem nefnt er
hér að undan fellur ekki undir takmarkaða ábyrgð
ResMed.
• Þegar augljósar skemmdir eru á einhverjum íhlut
kerfisins (sprungur, litabreyting, rifur o.s.frv.) skal
skipta um og farga viðkomandi íhlut.
Aftengt
1. Klípið saman samskeytin á loftslöngunni og dragið hana varlega
út úr tækinu.
2. Haldið um samskeytin á loftslöngunni og um snúningstengi
grímunnar, og togið slönguna og grímuna varlega í sundur.
Athugið: Eingöngu má taka um og toga í samskeytin á
loftslöngunni. Ekki má taka um eða toga í slönguna sjálfa þar sem
það kann að valda skemmdum.
Þrif
Eftirfarandi leiðbeiningar eru fyrir þrif í heimahúsum. Leiðbeiningar
fyrir meðferð tækja sem ætluð eru til notkunar milli sjúklinga er að
finna í klínísku leiðbeiningunum.
Þrífið loftslönguna vikulega samkvæmt leiðbeiningum.
1. Þvoið loftslönguna í volgu vatni með venjulegum
uppþvottalegi. Slönguna má ekki þvo við hærra hitastig en
55 ºC (131 ºF). Ekki má setja slönguna í uppþvottavél eða
þvottavél.
2. Skolið loftslönguna vandlega með vatni.
3. Látið hana þorna fjarri beinu sólarljósi og/eða hita.
Íslenska
3

Publicité

loading