Anleitung TK 800-1_SPK7:_
IS
Varúð!
Við notkun á þessu tæki eru ýmis öryggisatriði sem
fara verður eftir til þess að koma í veg fyrir slys og
skaða. Lesið því notandaleiðbeiningarnar vel. Geymið
notandaleiðbeiningarnar vel þannig að ávallt sé hægt
að grípa til þeirra. Látið leiðbeiningar ávallt fylgja með
ef tækið er afhent öðrum aðila.
Við tökum enga ábyrgð á slysum eða skaða sem
hlotist getur af notkun sem ekki er nefnd í þessum
leiðbeiningum.
1. Tækislýsing (mynd 1)
1
Sagarborð
2
Sagarblaðshlíf
3
Rennistokkur
4
Sagarblað
5
Kloffleygur
6
Sagarblaðsrauf
7
Langsum-stýrirenna
8
Mótor
9
Rafmagnsleiðsla
10 Undirgrind
11 Höfuðrofi
12 Festibolti fyrir langsum-stýrirennu
13 Kvarði fyrir hallastillingu
14 Festibolti
15 Skrúfa fyrir sagarblaðshlíf
2. Innihald
Sagarblað úr hertu stáli
Langsum-stýrirenna
Rennistokkur
Borðsög
Þversum-stýrirenna
3. Tilætluð notkun
Borðsögin er ætluð til þess að saga langsum, við af
öllum gerðum eftir stærð tækis. Sívalan við má ekki
saga með söginni.
Einungis má nota sögina í þau verk sem hún er
framleidd fyrir.
Öll önnur óupptalin notkun er óviðeigandi.
Notandi/eigandi tækisins er ábyrgur fyrir skemmdum
eða slysum sem verða til vegna þessháttar notkunar
en ekki framleiðandinn. Einungis má nota rétt
sagarblöð sem merkt eru eins og lýst er í þessum
leiðbeiningum. Bannað er að nota hverskonar
skurðarskífur í tækið.
58
11.04.2012
13:12 Uhr
Seite 58
Hluti af réttri og tilætlaðri notkun er einnig að fara eftir
öryggisleiðbeiningunum,
samsetningarleiðbeiningunum og öllum tilmælum í
notandaleiðbeiningunum.
Fólk sem notar þetta tæki og hirða um það, verða að
vera upplýst um þessar upplýsingar og vita af þeim
hættum sem þar er lýst.
Auk þess verður að fara eftir öllum lögum og reglum
um slysavarnir.
Fara verður einnig eftir öllum lögum og reglum sem
viðkoma vinnuöryggi og öðrum slysavörnum.
Ef tækinu er breitt á einhvern hátt leiðir það til þess að
öll ábyrgð framleiðanda felli úr gildi.
Þrátt fyrir rétta notkun er ekki hægt að útiloka vissa
hættu. Vegna uppbyggingar og gerðar tækisins geta
eftirfarandi atriði átt sér stað:
Snerting við sagarblað á þeim stöðum sem
sagarblaðinu er ekki hlíft.
Að gripið sé í snúandi sagarblað (skurðarhætta).
Verkstykki eða hlutar þess geta kastast úr
söginni.
Sagarblaðsbrot.
Hlutir úr sagarblaðinu geta kastast úr því.
Heyrnarskaði ef heyrnarhlífar eru ekki notaðar.
Skaðleg rykmyndun vegna viðar ef tækið er notað
í lokuðum rýmum.
Vinsamlegast athugið að tækin okkar eru ekki
framleidd til atvinnu né iðnaðarnota. Við tökum enga
ábyrgð á tækinu sé það notað í iðnaði, í atvinnuskini
eða í tilgangi sem á einhvern hátt jafnast á við slíka
notkun.
4. Mikilvæg tilmæli
Lesið vinsamlegast notandaleiðbeiningarnar vel og
farið eftir þeim leiðbeiningum og tilmælum sem þar
eru nefnd. Lærið þannig að umgangast tækið vel, rétt
og örugglega og farið eftir þeim öryggisleiðbeiningum
sem fylgja með tækinu.
Viðeigandi öryggisleiðbeiningar eru að finna í
meðfylgjandi skjali.