Íslenska
8
Flutningur
Meðfylgjandi Li-Ion-rafhlöðupakkar
falla undir lagakröfur um hættulegan
farm. Notanda ber að kynna sér reglur
á hverjum stað áður en flutningur fer
fram. Þegar flutningur er á höndum
þriðja aðila (t.d. flugfraktar eða hrað
flutningaþjónustu) þarf að uppfylla sér
stakar kröfur. Í þessum tilvikum þarf að
leita til sérfræðings á sviði hættulegs
farms við frágang pakkans. Ekki má
senda rafhlöðupakkann nema að hann
sé óskemmdur. Fara skal eftir gildandi
reglum um flutning á hverjum stað.
Fylgið einnig frekari reglum sem kunna
að eiga við í hverju landi fyrir sig.
348
9
Umhverfisatriði
Þegar úr sér gengnum eða biluðum
rafhlöðupökkum er skilað til aðila sem
veita þeim viðtöku (sjá gildandi reglur)
verða þeir að vera afhlaðnir og varðir
gegn skammhlaupi (t.d. með því að ein
angra skautin með límbandi).
Rafhlöðupakkarnir verða þá endurunnir
með skipulögðum hætti.
Aðeins í ESB: Samkvæmt Evróputilskip
un um rafhlöður og hleðslurafhlöður og
innleiðingu hennar í landslög verður að
flokka bilaða eða úr sér gengna rafhlöð
upakka/rafhlöður sérstaklega og skila
þeim til umhverfisvænnar endurvinnslu.
Upplýsingar varðandi REACh:
www.festool.com/reach