Télécharger Imprimer la page

Thule Sleek 110000 Serie Instructions page 28

Publicité

Les langues disponibles
  • FR

Les langues disponibles

  • FRANÇAIS, page 8
Til hamingju
Og takk fyrir að velja Thule Sleek! Þú getur reitt þig á að við höfum lagt alla okkar
vinnu, kunnáttu og ástríðu í að hanna flotta, sveigjanlega og örugga barnakerru.
Við höfum einnig þróað mikið úrval aukahluta sem þú getur notað til að gera
gönguferðirnar enn þægilegri og ánægjulegri. Allt er þetta gert svo þú og barnið
þitt getið farið þangað sem hugurinn leiðir ykkur.
Lestu þessar leiðbeiningar vandlega áður en þú notar Thule Sleek og geymdu þær til
síðari nota.
Leggjum í hann!
/Thule
IS
VIÐVÖRUN:
i1. MIKILVÆGT – LESIÐ
VANDLEGA OG GEYMIÐ TIL
SÍÐARI NOTA. Öryggi barnsins
kann að vera stefnt í hættu
ef ekki er farið eftir þessum
leiðbeiningum.
i2. Lesið öryggisleiðbeiningarnar
fyrir Thule-kerrur fyrir notkun
og geymið þær til síðari nota.
i3. MIKILVÆGT - Thule
Sleek-grindin er aðeins
samhæfanlegt við Thule Sleek-
aðalsæti, Thule Sleek Sibling
Seat, Thule Sleek Bassinet og
Thule Sleek Car Seat Adapters.
Viðhald
Mikilvægt er að þrífa og halda Thule Sleek-kerrunni
við til að tryggja að ástand hennar haldist sem
best.
Skoðið kerruna og aukahluti reglulega til að leita
eftir merkjum um skemmdir eða slit:
• Athugið hvort það séu dældir eða sprungur í
málmhlutum. Ekki nota kerruna ef málmhlutir
eru dældaðir eða skemmdir.
• Athugið reglulega hvort áklæði sé rifið, slitið
eða skemmt.
Hægt er að handþvo áklæðin í Thule Sleek.
• Blettahreinsið eða handþvoið gætilega
með mildri sápu og volgu vatni. Ekki nota
hreinsiefni.
• Skolið vandlega með volgu vatni.
• Hengið til þerris.
• Ekki þvo í þvottavél! Ekki nota bleikiefni. Ekki
strauja. Ekki setja í þurrhreinsun.
28
• Hægt er að fjarlægja og þvo áklæði á sæti og
skyggni ef þörf krefur.
Hægt er að þvo grindina og hjólin með rökum klút.
Þerrið með þurrum klút.
Ef ískrar í hjólum má smyrja þau með örlitlu
kísilsmurefni. EKKI nota olíu eða feiti, þar sem slík
efni draga í sig óhreinindi sem hamla hreyfingu.
Geymið kerruna og varahluti á þurrum stað þar
sem sól skín ekki. Kerran verður að vera þurr áður
en hún er sett í geymslu til að koma í veg fyrir
myglu- og bakteríumyndun.
Ábyrgð og varahlutir
Thule hefur það að markmiði að framleiða
gæðavörur sem eru þaulprófaðar og lausar við
framleiðslu- og efnisgalla. Frekari upplýsingar um
ábyrgð og framlengda ábyrgð á Thule Sleek má
finna á Thule.com.
Aðeins skal nota varahluti sem framleiðandinn/
söluaðilinn hefur framleitt eða mælt með.
Varahlutir eru fáanlegir hjá næsta söluaðila Thule.
Þú finnur næstu Thule-verslun í leitarvélinni á
Thule.com.
Fyrirspurnir
Við fögnum öllum athugasemdum og spurningum
um vörurnar okkar sem auðvelda okkur að tryggja
sem besta upplifun notenda. Hafið samband við
söluaðila eða notendaþjónustu okkar á support.
thule.com.
5563570001

Publicité

loading