Wood's WDD80 Mode D'emploi page 34

Masquer les pouces Voir aussi pour WDD80:
Table des Matières

Publicité

Þakka þér
Takk fyrir að velja rakaeyðir frá
Wood. Þú ert einn af fleiri en 300
000 manns sem hefur valið Wood
rakaeyði til að koma í veg fyrir
skemmdir af völdum raka og myglu.
Wood var stofnað í Kanada 1950
og hefur meira en 60 ára reynslu af
þróun og framleiðslu rakaeyða. Þegar
Wood rakaeyðir er valinn þá færðu
hágæða, afkastamikið tæki sem
þurrkar marga lítra á hverja kWh.
Wood WDD80
WDD80 Wood er þægilegur
og afkastamikill, færanlegur
aðsogsrakaeyðir. Hann hentar vel
fyrir kjallara, þvottahús, sumarbústaði
og önnur rými sem þurfa
rakaeyðingu.
Virkni þessa rakaeyðis
Wood WDD80 er aðsogsrakaeyðir.
Aðsogstæknin gerir mögulega
notkun í köldum rýmum með miklum
afköstum.
Þegar rakaeyðirinn starfar þá blæs
hann út heitu, þurru lofti úr efri hluta
tækisins. Þetta gerir WDD80 tilvalin
fyrir þurrkun á þvotti, fatnaði, við o.fl.
1. Öryggisviðvaranir
Vinsamlegast lestu þessar
öryggisleiðbeiningar áður en tækið er
tekið í notkun:
1. Takið tækið úr sambandi fyrir þrif,
geymslu og viðhald á síum.
2. Hafið tækið ávallt í öruggri fjarlægð
frá vatni.
3. Setjið tækið ekki nálægt hitagjöfum
eða eldfimum og hættulegum hlutum
4. Ekki setja fingur eða annað inn í
loftinntök eða úttök.
5. Standið ekki á tækinu.
6. Tæmið alltaf vatnið samkvæmt
leiðbeiningunum.
7. Ef rafmagnssnúran er skemmd
þarf að skipta um hana af hæfu
starfsfólki.
íslenska
8. Tækið er eingöngu til notkunar
innandyra og ætti ekki að nota í
baðherbergjum og sturtum.
2. Uppsetning og
staðsetning
Rakaeyða frá Wood er auðvelt að
færa til, en hafa ber eftirfarandi í
huga.
• Rakaeyðinn skal ekki staðsetja
nálægt ofnum eða öðrum
hitagjöfum eða í beinu sólarljósi þar
sem slíkt getur haft neikvæð áhrif á
afköst hans.
• Hafið a.m.k. 25 cm fjarlægð frá
veggjum og öðrum hlutum til að
hámarka loftflæðið.
• Bestur árangur næst ef tækinu er
komið fyrir í miðju herberginu.
• Gangið úr skugga um að loftflæðið
frá út- og inntakinu sé óhindrað
Uppsetning:
1. Komið tækinu fyrir á sléttu og
stöðugu yfirborði, helst í miðju
herberginu.
2. Lokið öllum gluggum og
loftræstiopum í herberginu til að
koma í veg fyrir að rakt loft streymi
inn í herbergið.
3. Tengið rakaeyðinn við jarðtengda
innstungu.
3. Notkun WDD80
Greining rakastigs
Tækið fer aðeins í gang þegar
rakastig umhverfisins fer umfram þau
mörk sem það er stillt á.
Sjálfvirk endurræsing
Ef rafmagn fer af þá heldur tækið
áfram að starfa samkvæmt síðustu
stillingum þegar rafmagnið kemur á
aftur.
A. Notkunarleiðbeiningar
1.Gangsetning rakaeyðisins
Ýtið á POWER-hnappinn til að ræsa
og stöðva tækið.
34
2. Stilla rakastig
Tækið er með 4 stillingar fyrir
æskilegt rakastig; 40%, 50%, 60% og
"samfelld". Í samfelldri stillingu heldur
tækið áfram að ganga þrátt fyrir að
umhverfisrakastigi sé náð.
Aðeins er hægt að stilla
rakastigið á lágum og
miðlungs viftuhraða. Á miklum
viftuhraða verður tækið
stöðugt í gangi.
3. Stilla viftuhraða
WDD80 hefur 3 viftuhraða; lítinn,
miðlungs og mikinn. Ýtið á SPEED-
hnappinn til að velja viftuhraða.
4. Tímastilling
Ýtið á TIMER-hnappinn til að stilla
sjálfvirka stöðvun. Veljið á milli 1, 2, 4
eða 8 klst.
5. Loftstefna
Ýtið á AIR ANGLE-hnappinn til að
stýra útblástursloftinu 45°, t.d. þegar
verið er að þurrka þvott eða fatnað.
6. Jónari
Ýtið á ION-hnappinn að virkja
jónarann. Jónarinn hreinsar loftið af
skaðlegum ögnum um leið og tækið
eyðir raka.
ATHUGIÐ: Þegar slökkt er á tækinu
heldur viftan áfram að snúast í
nokkrar mínútur til að koma í veg
fyrir myglumyndun inni í tækinu.
4. Vatnstæming
Vatnið safnast í geymi á bakhlið
tækisins. Þegar geymirinn er fullur
slekkur tækið sjálfkrafa á sér.
Viðvörunarhljóð heyrist og ljós
kviknar á stjórnborðinu. Fjarlægið
vatnsgeyminn til að tæma hann og
setjið hann síðan aftur á sinn stað.
Tenging vatnsslöngu
Festið meðfylgjandi vatnsslöngu við
tækið og leiðið vatnið beint í niðurfall
- á þann hátt þarf ekki að tæma
vatnsgeyminn.
Tengið meðfylgjandi slöngu á bakhlið
tækisins. Setjið hinn endann í
niðurfall. Gangið úr skugga um að
vatnið geti runnið niður.

Publicité

Table des Matières
loading

Ce manuel est également adapté pour:

Yl-208b

Table des Matières