3M Peltor LiteCom Plus MT7H7 4410-EU Serie Mode D'emploi page 62

Table des Matières

Publicité

Les langues disponibles
  • FR

Les langues disponibles

  • FRANÇAIS, page 14
IS
3M™ PELTOR™ LiteCom Plus
Heyrnarhlífar með innbyggðu fjarskiptaviðtæki, styrkstýringu fyrir umhverfishlustun og möguleika á tengingu ytri búnaðar.
Lestu leiðbeiningarnar vandlega fyrir notkun og geymdu þær til þess að geta leitað í þær síðar.
1. ÍHLUTIR
1.1 Höfuðspöng (mynd A)
(A:1) Höfuðspöng
(A:2) Höfuðspangarfóðring (PVC þynna)
(A:3) Höfuðspangarvír (ryðfrítt stál)
(A:4) Tveggja punkta festing (POM)
(A:5) Eyrnapúði (PVC þynna og PUR-frauð)
(A:6) Þéttipúðar (PUR-frauð)
(A:7) Skál
(A:8) Hljóðnemi með styrkstillingu fyrir umhverfishlustun
(A:9) Talnemi (electret-hljóðnemi)
(A:10) ON/OFF/MODE hamur
(A:11) +
(A:12) -
(A:13) Loftnet
(A:14) Innstunga fyrir talnema (J22)
(A:15) PTT-hnappur (Push-To-Talk – Ýta og tala) fyrir innbyggt fjarskiptaviðtæki
(A:16) PTT aukatengi. (Push-To-Talk – Ýta og tala) hnappur fyrir tengdan ytri búnað (A:17)
(A:17) Ytri tengin inn/út (t.d. fyrir ytra fjarskiptaviðtæki, ytri síma)
(A:18) Lithium-ion rafhlaða (hleðslurafhlaða)
1.2 Hjálmfestingar (mynd B)
(B:1) Skálarhaldari (ryðfrítt stál)
1.3 Hálsspöng (mynd C)
(C:1) Hálsspangarvír (ryðfrítt stál)
(C:2) Hálsspangarhlíf (POX)
2. AÐ SETJA UPP OG STILLA
Athugasemd! Ýta þarf hárinu kringum eyrun frá svo þéttihringirnir (A:5) falli þétt að.
Gleraugnaspangir þurfa að vera eins mjóar og hægt er og falla þétt að höfðinu til að lágmarka hljóðleka.
2.1 Höfuðspöng (mynd D)
(D:1) Renndu skálunum út (A:7). Hallaðu efri hluta heyrnartólanna út á við til þess að tryggja að vírarnir séu fyrir utan
höfuðspangarvírana (A:3).
(D:2) Stilltu hæð skálanna með því að draga þær upp eða niður á meðan höfuðspönginni er haldið niðri.
(D:3) Höfuðspöngin ætti að liggja þvert yfir hvirfilinn.
2.2 Hjálmfestingar (mynd E)
(E:1) Komdu hjálmfestingunum fyrir í festiraufunum á hjálminum og smelltu þeim á sinn stað.
(E:2) Vinnustaða. Þegar stilla á heyrnartólin úr loftræstistöðu í vinnustöðu er stálvírunum þrýst inn á við þar til smellur
heyrist báðum megin. Gættu þess að skálar og höfuðspangarvírar þrýsti ekki á hjálmbrúnina í vinnustöðu því það getur
valdið hljóðleka.
(E:3) Loftræstistaða. Forðastu að leggja skálarnar að hjálminum því það hindrar loftræstingu (E:4).
3. NOTKUN/AÐGERÐIR
3.1 Að setja í rafhlöður
Settu hleðslurafhlöðuna (ACK081) í rafhlöðuhólfið. Þrýstu klemmunni niður.
Raddskilaboð gefa til kynna að rafhlaða sé að tæmast: „low battery" (rafhlaða að tæmast) endurtekið á fimm mínútna fresti.
Sé ekki skipt um rafhlöður heyrast að lokum þessi skilaboð: „battery empty" (tóm rafhlaða). Tækið slekkur þá sjálfkrafa á sér.
Athugasemd! Notaðu eftirfarandi rafhlöður í þetta tæki: 3M Peltor ACK081 hlaðið með snúru 3M Peltor AL2AI tengdri við
3M Peltor FR08 (aflgjafa). Athugasemd! Afköst tækisins geta minnkað eftir því sem rafhlöðuhleðsla minnkar.
56

Publicité

Table des Matières
loading

Ce manuel est également adapté pour:

Peltor litecom plus mt7h7 4310-eu serie

Table des Matières