3
ÞRIF OG VIÐHALD
Viðvörun!
Takið þjöppuna úr sambandi áður hún er þrifin eða viðhaldi er sinnt.
Viðvörun!
Bíðið þar til þjappan hefur kælt sig alveg niður.Brunahætta!
Viðvörun!
Ávallt skal taka þrýstinginn af geyminum áður en þrifum eða viðhaldi
er sinnt.
Þrífið vélina eða fylgihluti hennar aldrei með leysiefnum eða eldfimum eða
eitruðum vökvum. Gangið úr skugga um að þjappan sé ekki í sambandi við
innstungu og þrífið aðeins með rökum klút.
Tappað af geymi
Eftir u.þ.b. 2 klukkustunda notkun skal losa viðtakann við alla þéttu sem hefur
myndast.Fyrst skal tappa öllu lofti af með tengda fylgihlutnum, eins og lýst
er hér að ofan.
Tappa skal þéttivatninu af daglega með því að opna afrennslislokann (tilv. 3)
(neðst á þrýstihylkinu).
Tappað af geymi (rétt notkun afrennslislokans - mynd 3):
1. Gangið úr skugga um að slökkt sé á þjöppunni.
2. Grípið um handfangið og hallið þjöppunni í átt að afrennslislokanum,
þannig að hann sé í neðsta punkti.
3. Opnið fyrir afrennslislokann.
4. Haldið þjöppunni í halla þar til allur vökvi hefur runnið úr henni.
5. Skrúfið fyrir afrennslislokann.
4
HUGSANLEGAR BILANIR OG LEYFILEG ÚRRÆÐI ÞEIM TENGD
BILUN
Skert afköst.Gangsetur sig oft. Lítill þrýstingur.
Þjappan stöðvast og gangsetur sig sjálfkrafa
eftir nokkrar mínútur.
Þjappan stöðvast eftir nokkrar tilraunir til að
endurræsa sig.
Þjappan stöðvast ekki og öryggisventillinn
virkjast.
Allar aðrar aðgerðir verða að fara fram á viðurkenndu verkstæði með varahlutum frá framleiðanda.Ef átt er við vélina getur það dregið úr öryggi
hennar og fellir ábyrgðina í öllum tilvikum úr gildi.
Ábyrgð og viðgerðir.
Ef um gallaða vöru er að ræða eða þörf er á varahlutum skal hafa samband við söluaðilann þar sem varan var keypt.
Viðvörun!
Ef þéttivatnið er ekki tæmt getur viðtakinn tærst, sem skerðir getu hans
og dregur úr öryggi.
Þar sem þéttan er mengandi efni verður að FARGA henni í samræmi við
lög um umhverfisvernd og gildandi tilskipanir.
Þegar þjöppunni er fargað skal fylgja þeim ferlum sem reglur á hverjum
stað mæla fyrir um.
Öryggisloki (tilvísun 10)
Öryggislokinn hefur verið stilltur á hæsta leyfilega þrýsting í þrýstihylkinu.
Ekki má breyta stillingu öryggislokans eða fjarlægja innsiglið. Opnið
öryggislokann endrum og eins til að tryggja að hann sé í lagi ef á þarf að
halda. Togið í hringinn með hæfilegu átaki (mynd 4) þar til heyrast fer í
loftstreymi. Sleppið hringnum.
ORSÖK
Of mikið álag, kannið hvort leki hefur myndast
í tengjum og/eða rörum. Inntakssían gæti verið
stífluð.
Hitastraumrofinn virkjast vegna þess að
mótorinn ofhitnar.
Ofhitnun mótors virkjar hitastraumrofann (tekið
úr sambandi þegar þjappan er í gangi, skertur
rafstraumur).
Óreglulegur gangur í þjöppu eða slit á
þrýstingsrofa.
61
ÚRRÆÐI
Fjarlægið þétti tengisins, hreinsið eða skiptið
um síu.
Hreinsið loftop snigils. Loftræstið vinnusvæðið.
Virkið I/O rofann.Loftræstið vinnusvæðið. Bíðið
í nokkrar mínútur. Þjappan endurræsir sig sjálf.
Fjarlægið allar framlengingarsnúrur.
Takið úr sambandi og hafið samband við
verkstæðið.
I
S