I
S
Lesið leiðbeiningarnar vandlega áður en þjappan er notuð og fylgið
eftirfarandi öryggisráðstöfunum.Leitið ráða í þessari handbók ef
spurningar vakna um virkni þjöppunnar.
Haldið öllum fylgiskjölum til haga þannig að allir sem nota þjöppuna
geti kynnt sér þau fyrir fram.
1
ÖRYGGISREGLUR
Þetta merki gefur til kynna viðvaranir sem lesa skal áður en varan er notuð
til þess að fyrirbyggja meiðsli á notanda.
Þrýstiloft getur verið hættuleg orka; ávallt skal gæta fyllstu varúðar við
notkun þjöppunnar og fylgihluta hennar.
Viðvörun: þjappan kann að endurræsa sig þegar rafmagn kemst aftur á í
kjölfar rafmagnsleysis.
Hljóðþrýstingsgildi sem nemur 4 m jafngildir því hljóðaflsgildi sem
fram kemur á gula merkinu á þjöppunni, mínus 20 dB.
ÞAÐ SEM GERA SKAL
● Þjappan skal aðeins notuð í viðeigandi umhverfi (vel loftræstu með
umhverfishita milli +5° C og +40° C) og aldrei á stöðum þar sem finna
má ryk, sýrur, gufur, eða sprengi- eða eldfimar lofttegundir..
● Ávallt skal halda öruggri fjarlægð milli þjöppunnar og vinnusvæðisins,
minnst 4 m.
● Ef málning fellur á reimahlífar þjöppunnar við málningarvinnu er það til
marks um að fjarlægðin sé ekki næg.
● Stinga skal kló rafmagnssnúrunnar í innstungu sem uppfyllir gildandi
reglugerðir og er af réttri stærð og lögun, með rétta spennu og tíðni.
● Nota skal framlengingarsnúrur sem eru styttri en 5 metrar og með réttu
þversniði.
● Forðast skal notkun framlengingarsnúra af annarri lengd, millistykkja og
margra innstunga.
● Ávallt skal nota rofannI/O til að slökkva á þjöppunni.
● Ávallt skal nota handfangið til að færa þjöppuna.
● Þegar þjappan er í notkun verður hún að vera á stöðugu og láréttu
undirlagi.
ÞAÐ SEM EKKI MÁ GERA
● Beinið loftstraumi aldrei í átt að fólki, dýrum eða eigin líkama.(Notið ávallt
hlífðargleraugu til að verja augun gegn hlutum sem geta þyrlast upp vegna
loftstraumsins).
● Aldrei má beina vökvabunu sem úðað er með tækjum sem tengd eru við
þjöppuna í átt að þjöppunni.
ÍHLUTIR (myndir 1 - 2)
1.
Hlíf
2.
Þrýstihylki (geymir)
3.
Afrennslistappi rakaviðtaka
4.
Gúmmífótur
5.
Hraðtengilás (þrýstiloftflæði)
2
GANGSETNING OG NOTKUN
● Gætið þess að upplýsingarnar á upplýsingaplötu þjöppunnar séu
sambærilegar við tæknilýsingu rafkerfisins.Leyfileg frávik frá skráðu gildi
eru ± 10%.
● Stingið kló rafmagnssnúrunnar í viðeigandi innstungu og gætið þess aðI/O
rofinn á þjöppunni sé í stöðunni „O" (slökkt).
● Nú er þjappan tilbúin til notkunar.
● Þegar kveikt er með I/O rofanum fer þjappan í gang og dælir lofti inn í
viðtakann í gegnum frárennslisrörið.
● Þegar efra kvörðunargildinu (ákvarðað af framleiðanda) hefur verið náð
stöðvast loftþjappan.
Þegar loft er notað gangsetur þjappan sig sjálfkrafa þegar lægra
kvörðunargildinu er náð (2 bör milli efra og neðra).
● Kanna má þrýstinginn í viðtakanum með mælinum sem fylgir með.
● Þjappan vinnur eftir þessu sjálfvirka ferli þar til ýtt er á I/O rofann.
● Þegar slökkt hefur verið á þjöppunni skal ávallt bíða í minnst tíu sekúndur
áður en kveikt er á henni aftur.
● Þrýstingsdeyfir er í öllum þjöppum (tilv. 7).Með því að stjórna hnappinum
með opið fyrir kranann (snúið er réttsælis til að auka þrýstinginn og
Geymið þessa handbók til síðari nota
Þrýstingsmælir (til að lesa forstillta
6.
þrýstinginn með hjálp þrýstijafnara)
7.
Þrýstijafnari
8.
I/O rofi
9.
Handfang til flutnings
10.
Öryggisventill
● Notið tækið aldrei berfætt eða með blautar hendur eða fætur.
● Togið aldrei í snúruna til að aftengja klóna úr innstungunni eða til að færa
þjöppuna.
● Tækið má aldrei standa úti þegar veður er slæmt.
● Ekki má flytja þjöppuna þegar þrýstingur er á viðtakanum.
● Ekki logsjóða eða eiga við viðtakann. Ef viðtakinn bilar eða ryðgar skal
skipta um hann í heild sinni.
● Leyfið engum að nota þjöppuna sem ekki kann á hana. Haldið börnum og
dýrum í hæfilegri fjarlægð frá vinnusvæðinu.
● Ekki er ætlast til að tækið sé notað af fólki (þ.m.t. börnum) með skerta
líkamlega eða andlega getu eða sem skortir reynslu eða þekkingu til að
nota tækið, nema það fái aðstoð eða handleiðslu um notkun tækisins frá
aðila sem ber ábyrgð á öryggi þess.
● Gætið þess að börn leiki sér ekki að tækinu.
● Setjið ekki eldfima hluti eða hluti úr næloni/tauefni nálægt eða ofan á
þjöppuna.
● Þrífið þjöppuna aldrei með eldfimum vökvum eða leysiefnum. Gangið úr
skugga um að þjappan sé ekki í sambandi og þrífið aðeins með rökum
klút.
● Þjappan skal eingöngu notuð til loftþjöppunar. Notið þjöppuna ekki fyrir
aðrar lofttegundir.
● Þrýstiloftið sem þjappan myndar má ekki nota við vinnslu á lyfjum eða
matvælum eða í lækningaskyni, nema að undangenginni tiltekinni
meðhöndlun, og ekki má nota það til að fylla á lofthylki kafara.
ÞAÐ SEM ÞARF AÐ VITA
● Til þess að forðast að rafmótorinn hitni óhóflega vinnur þessi þjappa
í lotum, eins og fram kemur á upplýsingaplötunni (S3-25 stendur til
dæmis fyrir 2,5 mínútur kveikt, 7,5 mínútur slökkt).Ef þjappan ofhitnar virkjar
það hitastraumrofa mótorsins svo að straumurinn er sjálfkrafa rofinn þegar
hitinn verður of hár.Mótorinn gangsetur sig sjálfkrafa þegar hitinn er orðinn
eðlilegur.
● Í öllum þjöppum er öryggisventill sem virkjast ef bilun kemur upp í
þrýstingsrofanum, til að tryggja öryggi vélarinnar.
● Þegar verkfæri er fest á þarf að vera slökkt á loftstraumnum.
● Rauða skoran á þrýstingsmælinum gefur til kynna hámarksvinnuþrýsting
geymisins.Hún stendur ekki fyrir leiðréttan þrýsting.
● Þegar þrýstiloft er notað er nauðsynlegt að þekkja og fylgja
öryggisráðstöfunum sem viðhafa skal fyrir hvert notkunarsvið (uppblástur,
loftknúin verkfæri, málningarvinna, þvottur með hreinsiefnum úr vatni
o.s.frv.).
● Hyljið ekki loftinntök þjöppunnar.
● Opnið ekki eða eigið við nokkurn hluta þjöppunnar. Hafið samband við
viðurkennt verkstæði.
rangsælis til að minnka hann) má stýra loftþrýstingi til þess að notkun
vélknúinna verkfæra verði sem skilvirkust..
● Sjá má gildið sem er valið á mælinum (tilv. 6).
● Þrýstingurinn sem valinn er kann að vera fenginn úr hraðtengilásnum (tilv.
5).
● Gætið þess að loftnotkun og hámarksvinnuþrýstingur loftknúna
verkfærisins sem nota á séu sambærileg við þrýstinginn sem stilltur
er á þrýstijafnaranum og loftmagn þjöppunnar.
● Takið þjöppuna ávallt úr sambandi og tæmið viðtakann þegar verki er
lokið.
60