Mikilvæg öryggisatriði
AÐVÖRUN: Hætta er á slysum vegna brota sem skjótast burt ef
þrýstikjaftarnir eru ekki notaðir rétt eða ef slitnir eða skaddaðir
þrýstikjaftar eru notaðir
• Þegar þrýstikjaftar eru notaðir verða þeir að vera í fullkomnu lagi
• Fyrir og eftir hverja notkun þrýstikjafta skal skoða þá með tilliti til
ágalla, einkum sprungna í pressunarútlínum og flansi, og annarra
skemmda. Ef sprungur koma í ljós skal tafarlaust taka
þrýstikjaftinn úr notkun
• Ef þrýstikjaftar eru notaðir á rangan hátt eða á annan hátt en
fyrirhugaður er skal ekki halda áfram að nota þrýstihlutina heldur
láta skoða þá á viðurkenndu verkstæði
• Mikilvægt er að farið sé að reglum um viðhald og að viðhald á
þrýstikjöftum og þrýstitækjum fari fram á tilskildum tímum
• Notið viðeigandi hlífðarbúnað (hlífðargleraugu o.s.frv.)
• Viðgerðir á þrýstikjöftum mega aðeins fara fram hjá Geberit eða
á viðurkenndum verkstæðum
• Farið eftir gildandi öryggisreglum í hverju landi
• Lesið allar öryggisleiðbeiningar og ábendingar. Hætta er á
slysum vegna raflosts og bruna eða alvarlegum slysum ef ekki er
farið eftir öryggisleiðbeiningunum og ábendingunum. Geymið
allar öryggisleiðbeiningar og ábendingar til síðari nota
• Áður en þrýstikjaftarnir eru teknir í notkun skal lesa
öryggisatriðin sem fylgja með þrýstiverkfærinu og fylgja þeim
B262-006 © 01-2014
964.876.00.0 (05)
IS
115