ÍSLENSKA
ÞRÁÐLAUS FJARSTÝRING
UPP: Ýttu til að færa gluggatjöldin upp.
NIÐUR: Ýttu til að færa gluggatjöldin
niður.
Pörun: Bættu snjallvörum IKEA við kerfið
þitt. Sjá leiðbeiningar hér að neðan.
MIKILVÆGT: Endurvarpinn er nauðsynlegur
til að geta stjórnað rúllutjöldunum með
fjarstýringunni!
BÆTA TÆKJUM VIÐ FJARSTÝRINGUNA
Þegar fjarstýringin er seld ásamt rúllutjöldum
og endurvarpa (í sömu umbúðum) er þegar
búið að para þau.
Til að bæta við fleiri rúllutjöldum skaltu bara
endurtaka skrefin hér að neðan:
Gakktu úr skugga um að kveikt sé á
rúllutjöldunum.
1 Haltu fjarstýringunni nálægt rúllutjöldunum
sem þú vilt bæta við (ekki meira en 5 cm
fjarlægð frá
).
2 Ýttu snöggt á báða takkana á
rúllutjöldunum. Þetta kveikir á tækinu í 10
sekúndur svo hægt sé að para það.
Þrýstu á pörunarhnappinn í að minnsta kosti
10 sekúndur á rúllutjöldunum.
Þú finnur pörunarhnappinn undir aftanverðri
hlífinni.
3 Rautt ljós lýsir stöðugt á fjarstýringunni. Á
rúllutjöldunum dofnar hvítt ljós og blikkar
einu sinni til að gefa til kynna að þau hafa
verið pöruð.
Hægt er að para allt að 10 rúllutjöld við
fjarstýringuna.
Gættu þess að para ein í einu. Ef þú átt í
erfiðleikum með að para mörg rúllutjöld skaltu
aftengja tímabundið þau sem þú hefur þegar
parað með því að fjarlægja rafhlöðuna. Þetta
mun auðvelda pörunina.
All manuals and user guides at all-guides.com
NOTKUN RÚLLUTJALDANNA
Til að færa tjöldin upp í efstu hæð
með fjarstýringunni
Ýttu einu sinni á upp hnappinn (í stutta stund)
á fjarstýringunni.
Til að færa tjöldin niður í forstillta hæð
með fjarstýringunni
Ýttu einu sinni á niður hnappinn (í stutta
stund) á fjarstýringunni.
Til að færa tjöldin upp með fjarstýringunni
Haltu inni upp hnappinum á fjarstýringunni.
Tjöldin færast upp á meðan ýtt er á hnappinn
(þar til komið er að óskaðri hæð eða efstu
mögulegu hæð). Tjöldin stöðvast þegar
happinum er sleppt.
Færa tjöldin niður með fjarstýringunni
Haltu inni niður hnappinum á fjarstýringunni.
Tjöldin færast niður á meðan ýtt er á hnappinn
(þar til komið er að óskaðri hæð eða neðstu
mögulegu hæð). Tjöldin stöðvast þegar
happinum er sleppt.
Til að færa tjöldin í efstu hæð
með hnappinum á rúllutjöldunum
Ýttu einu sinni á efri (efsta) hnappinn á
rúllutjöldunum þar til þau hafa náð efstu stöðu.
Til að færa tjöldin niður í forstillta hæð
með hnappinum
Ýttu einu sinni á neðsta (neðri) hnappinn á
rúllutjöldunum þar til þau hafa náð neðstu
stöðu.
Til að færa rúllutjöldin upp
með hnöppunum
Haltu inni efri (efsta) hnappinum á
rúllutjöldunum.
Til að færa rúllutjöldin niður
með hnöppunum
Haltu inni neðsta (neðri) hnappinum á
rúllutjöldunum.
14