Stilla hámarkslengd
Færið tjöldin í óskaða lengd með
fjarstýringunni eða hnöppunum á
rúllutjöldunum. Þegar tjöldin hafa náð óskaðri
stöðu er hægt að ýta tvisvar á upp eða
niður hnappinn á rúllutjöldunum til að vista
staðsetninguna sem nýja hámarkslengd.
Ef hreinsa á stillinguna fyrir hámarkslengd skal
fyrst koma tjöldunum í efstu stöðu. Síðan er
tvísmellt á annaðhvort upp eða niður hnapp á
tjöldunum.
Það er ekki hægt að gera það með
fjarstýringunni.
STILLT Á VERKSMIÐJUSTILLINGAR
Fyrir fjarstýringuna:
Ýtið 4 sinnum á pörunarhnappinn innan 5
sekúndna.
Fyrir rúllutjöldin:
Ýtið á báða hnappana í 5 sekúndur. LED-
ljós blikkar einu sinni til að staðfesta
endurstillingu.
Fyrir endurvarpann:
Ýtið með pinna inn í gatið á botni endurvarpans
í a.m.k. 5 sekúndur.
Eftir að búið er að endurstilla endurvarpann
þarf að para fjarstýringuna við hann og para
svo fjarstýringuna við rúllutjöldin á ný.
SKIPT UM RAFHLÖÐU
Ef fjarstýringin er notuð reglulega og eins og
ætlast er til mun rafhlaðan endast í um það bil
2 ár.
Þegar komið er að því að skipta um rafhlöðu
mun rauður LED-vísir blikka þegar kveikt er á
fjarstýringunni.
Opnið aftari hlífina og skiptið rafhlöðunni út
fyrir nýja CR2032 rafhlöðu.
VARÚÐ!
Hætta á sprengingu ef rafhlöðu er skipt út fyrir
ranga gerð. Farga skal notuðum rafhlöðum í
samræmi við leiðbeiningar.
All manuals and user guides at all-guides.com
MIKILVÆGT!
— jarstýringin er eingöngu til notkunar
innanhúss og má nota við hitastig á bilinu
frá 0ºC til 40ºC.
— Ekki skilja fjarstýringuna eftir undir beinu
sólarljósi eða nálægt hitagjöfum, þar sem
hún getur ofhitnað.
— Drægnin á milli fjarstýringunnar og
móttakara er mæld undir berum himni.
Mismunandi byggingarefni og staðsetningar
geta haft áhrif á drægnina.
LEIÐBEININGAR UM MEÐHÖNDUN
Hreinsaðu fjarstýringuna og rúllutjöldin með
mjúkum þurrum klút.
ATHUGIÐ!
Notaðu aldrei slípiefni eða leysiefni þar sem
slíkt getur skemmt vöruna.
Geymdu þessar leiðbeiningar
til síðari nota.
TÆKNILEGAR UPPLÝSINGAR
Gerð: E1766 Open/Close fjarstýring
Inntak: 3V, CR2032 rafhlaða
Drægni: 10 m undir berum himni
Eingöngu til notkunar innanhúss
Notkunartíðni: 2405-2480mhz
Úttak: 0 dBm
Framleiðandi:
IKEA of Sweden AB
Aðsetur:
Box 702, SE-343 81 Älmhult, SWEDEN
Táknið með mynd af ruslatunnu með krossi
yfir þýðir að ekki má farga vörunni með
venjulegu heimilissorpi. Vörunni þarf að skila
í endurvinnslu eins og lög gera ráð fyrir á
hverjum stað fyrir sig. Með því að henda
slíkum vörum ekki með venjulegu heimilissorpi
hjálpar þú til við að draga úr því magni af
úrgangi sem þarf að brenna eða nota sem
landfyllingu og lágmarkar möguleg neikvæð
áhrif á heilsu fólks og umhverfið. Þú færð
nánari upplýsingar í IKEA versluninni.
15