Télécharger Imprimer la page

Geberit MEDIA Manuel D'utilisation page 170

Publicité

IS
Almennar öryggisupplýsingar
VIÐVÖRUN
Lífshætta vegna raflosts
Notkun skemmdra raftækja getur leitt til alvarlegra meiðsla eða banaslysa vegna
raflosts.
▶ Áður en raftæki eru notuð skal alltaf athuga með skemmdir á rafmagnssnúru,
rafmagnskló og ræsihnappi þeirra og hvort þau eru í tæknilega góðu ástandi.
▶ Opnið ekki raftækin. Látið fagmenn sjá um að skipta um rafmagnssnúrur eða
rafmagnsklær sem eru í ólagi.
▶ Tengið raftæki við lekastraumsrofa.
▶ Gætið þess að rafmagnssnúran snerti enga hluta tækisins.
▶ Ekki ræsa raftæki fyrr en þau hafa verið sett upp á suðuvélinni og hrein og þurr
Geberit PE og Geberit Silent‑db20 rör eða fittings hafa verið spennt á.
▶ Látið yfirfara rafbúnað samkvæmt þeim fyrirmælum sem gilda á hverjum stað.
VIÐVÖRUN
Slysahætta vegna gáleysis og óviðeigandi meðhöndlunar
▶ Festið suðuvélina á slétt og stöðugt undirlag.
▶ Suðuvélina má eingöngu nota í skjóli fyrir veðri og vindum.
▶ Þegar suðuvélin er notuð verður hún að vera í fullkomnu lagi.
▶ Áður en suðuvélin er notuð skal yfirfara alla hluta hennar með tilliti til skemmda.
▶ Taka skal mið af þyngd suðuvélarinnar; notið viðeigandi flutningsbúnað.
ATHUGIÐ
Hætta er á skemmdum á tækinu vegna rangrar notkunar
▶ Notið þar til gerða tösku til að flytja og geyma suðuvélina og geymið hana á þurrum
stað.
▶ Viðhald og virkniprófanir á suðuvélinni skulu fara reglulega fram.
▶ Ef suðuvélin bilar eða verður fyrir skemmdum skal undir eins láta gera við hana á
viðurkenndu verkstæði.
Viðhald og viðgerðir skulu eingöngu fara fram á viðurkenndum
verkstæðum
Ef viðhaldi suðuvéla er ekki sinnt eða fer ekki fram með viðeigandi hætti getur það haft
alvarleg slys í för með sér.
• Sinna skal viðhaldi suðuvéla með tilskildum hætti. Sjá kaflann "Viðhald".
• Viðhald og viðgerðir mega eingöngu fara fram á viðurkenndum verkstæðum. Nálgast má
heimilisföng viðurkenndra verkstæða hjá söluaðilum Geberit.
170
18014405756138379 © 08-2022
996.253.00.0(09)

Publicité

loading