GB-BAHAG KINGSTONE KAMADO ANLTG 2017 RZ
ALMENNT MATVÆLAÖRYGGI
Lestu og fylgdu þessum leiðbeiningum þegar þú grillar í keramik-viðarkolagrillinu:
Byrjaðu fyrst að grilla þegar brennsluefnið hefur myndað öskulag.
Áður en þú byrjar að grilla ætti grillyfirborð og grilláhöld að vera laus við gamlar matarleifar.
REYKING
Fylgdu ávallt leiðbeiningunum um eldunarhitastig í notkunarleiðbeiningunum.
Notaðu ávallt hitaþolna hanska ef þú þarft að snerta keramik- eða eldunaryfirborð.
Sjá LEIÐBEININGAR-ELDUNARHITASTIG.
1. Kveiktu í viðarkolamolum samkvæmt leiðbeiningum þessarar handbókar um uppkveikingu.
Ekki hreyfa eða skara í kolunum þegar logar einu sinni í þeim.
2. Opnaðu alveg neðra loftopið og hafðu lokið opið í um 10 mínútur þangað til glóðarlag hefur myndist.
3. Fylgstu með keramik-viðarkolagrillinu þangað til það hefur náð viðeigandi hitastigi.
4. Skildu neðra loftopið eftir aðeins opið. Lokaðu efra loftopinu og fylgstu með hitastiginu í nokkrar mínútur.
5. Dreifðu úr viðarspónunum ofan á glóandi viðarkolin í hring með hitaþolnum hönskum.
Notaðu ávallt hitaþolna hanska ef þú þarft að snerta keramik- eða eldunaryfirborð.
Þú ert nú tilbúinn til þess að nota keramik-viðarkolagrillið til að reykja mat.
Ráð: Láttu viðarspænina eða eldiviðinn liggja í 30 mínútur í vatni til að lengja í reykingunni.
Fylgdu einnig leiðbeiningum á umbúðum reykspónanna.
LÁGT HITASTIG
1. Kveiktu í viðarkolamolum samkvæmt leiðbeiningum þessarar handbókar um uppkveikingu.
Ekki hreyfa eða skara í kolunum þegar logar einu sinni í þeim.
2. Opnaðu alveg neðra loftopið og hafðu lokið opið í um 10 mínútur þangað til glóðarlag hefur myndist.
3. Fylgstu með keramik-viðarkolagrillinu þangað til það hefur náð viðeigandi hitastigi.
Lokaðu neðra loftopinu alveg til að viðhalda hitastiginu.
HÁTT HITASTIG
1. Kveiktu í viðarkolamolum samkvæmt leiðbeiningum þessarar handbókar um uppkveikingu.
Lokaðu lokinu og opnaðu efra og neðra loftopið að fullu.
2. Lokaðu efra loftopinu til hálfs og fylgstu með hitastiginu í nokkrar mínútur.
MIKILVÆGT: Ef þú opnar lokið við hátt hitastig er mikilvægt að lyfta því
fyrst bara lítið eitt til að loft flæði hægt og örugglega inn; þannig kemur þú í veg fyrir
bruna á útblástursgasi og leiftureldloga sem geta leitt til meiðsla.
18.10.17
11:08
Seite 182