Kingstone 24871516 Notice De Montage Et Mode D'emploi page 176

Barbecue céramique au charbon de bois
Table des Matières

Publicité

Les langues disponibles
  • FR

Les langues disponibles

  • FRANÇAIS, page 128
GB-BAHAG KINGSTONE KAMADO ANLTG 2017 RZ
18.10.17
11:08
Seite 176
Mikilvægt: Lestu notkunarleiðbeiningarnar vandlega og geymdu fyrir síðari notkun
Keramik-viðarkolagrill - leiðbeiningar
Heildarleiðbeiningar til að grilla með keramik-viðarkolagrillinu þínu
UM KERAMÍK-VIÐARKOLAGRILLIÐ
Keramik-viðarkolagrill eru mjög fjölnota. Ekki einungis er hægt að nota þau til að grilla eða reykja mat heldur má
auðveldlega baka í þeim pizzu, brauð, kökur og kex.
Vegna framúrskarandi eiginleika þeirra til að geyma hita er hægt að ná og viðhalda háu hitastigi með nákvæmri
stýringu á loftflæði með loftopunum að ofan og neðan. Hátt hitastig er kjörið til að elda hamborgara og pylsur á
meðan lægra hitastig hentar til að elda stærri stykki í lengri tíma.
Prófaðu alveg róleg/ur að setja nokkra viðarspæni (bleytta) á viðarkolin eða prófaðu að blanda saman viðarflögum
af mismunandi viðartegundum (reykáhrif), til að gera kjötið enn bragðbetra.
MIKILVÆGAR ÖRYGGISLEIÐBEININGAR
Þessi vara er ætluð til notkunar utandyra. Ekki nota innandyra.
Skildu eld aldrei eftir án eftirlits.
Haltu börnum og húsdýrum ávallt í öruggri fjarlægð frá grillinu á meðan það er heitt.
ELDHÆTTA
Grillið getur gefið frá sér heita gló við notkun.
HÆTTA Á KOLMÓNOXÍÐEITRUN
Undir engum kringumstæðum má kveikja upp í grillinu, láta brenna í glæðum eða láta það kólna niður í lokuðum rýmum.
Ekki nota vöruna í tjöldum, húsbílum, bílum, kjöllurum, háaloftum eða bátum. Ekki nota keramik-grillið sem brennsluofn.
ATHUGAÐU
Ekki nota bensín, spritt, alkóhól eða önnur álíka íðefni til að kveikja upp eða kveikja aftur upp í grillinu.
Notaðu aðeins grillkveiki sem uppfyllir staðalinn EN 1860-3.
Við mælumst til þess að þú notir aðeins viðarkol eða viðarkolamola af góðum gæðum.
Hinir síðastnefndu brenna lengur og mynda minni ösku en hún getur hindrað loftflæðið.
Ekki nota stein- eða brúnkol í grillinu.
MIKILVÆGT
Ef þú opnar lokið við hátt hitastig er mikilvægt að lyfta því fyrst lítillega til að loft geti flætt hægt og rólega inn; þannig
kemur þú í veg fyrir bruna á útblástursgasi og leiftureldloga sem geta leitt til meiðsla. Ekki nota grillið undir skyggnum,
sólhlífum eða í sólskálum.
Fylgdu ávallt leiðbeiningunum um eldunarhitastig í notkunarleiðbeiningunum.
Ekki nota keramik-viðarkolagrillið á parketi eða á öðru eldfimu yfirborði eins og þurru grasi, viðarspónum, pappa-
eða viðarþekju eða á viðarberki til skreytingar. Gakktu úr skugga um að keramik-viðarkolagrillið sé sett upp að
lágmarki tveimur metrum frá eldfimum hlutum.
ATHUGAÐU
Þessi vara hitnar mjög við notkun. Notaðu ávallt hitaþolna hanska ef þú þarft að snerta keramik- eða eldunaryfirborð.
Láttu grillið kólna alveg áður en þú hreyfir það eða setur í geymslu. Ekki færa það til við notkun.
Skoðaðu ávallt ummerki um efnisþreytu og skemmdir fyrir notkun og skiptu um skemmda hluta tafarlaust eftir þörfum.

Publicité

Table des Matières
loading

Ce manuel est également adapté pour:

2478718124896087247901342490091525585926

Table des Matières