Kingstone 24871516 Notice De Montage Et Mode D'emploi page 181

Barbecue céramique au charbon de bois
Table des Matières

Publicité

Les langues disponibles
  • FR

Les langues disponibles

  • FRANÇAIS, page 128
GB-BAHAG KINGSTONE KAMADO ANLTG 2017 RZ
18.10.17
11:08
Seite 181
BÆTT Á KOL
Ef efra og neðra loftopið er opið helst keramik-viðarkolagrillið heitt í marga tíma.
Ef þú þarft á lengri eldunartíma að halda og lokar loftopunum meira
(t.d. ef þú vilt grilla heila steik eða reykja í lengri tíma) getur verið nauðsynlegt að bæta við kolum.
Opnaðu lokið, bættu á viðarkolum og haltu áfram að elda eins og lýst er í þessari handbók.
SLÖKKT Í
Til að slökkva í grillinu skal fara að með eftirfarandi hætti: Ekki bæta á brennsluefni og lokaðu öllum loftopum og lokinu.
Þannig slokknar eldurinn sjálfkrafa.
Ekki nota vatn til að slökkva í kolunum því það getur skemmt keramik-viðarkolagrillið.
GEYMSLA
Ef grillið er ekki notað og geymt utandyra skaltu breiða yfir það þegar það hefur kólnað að fullu með viðeigandi
regnyfirbreiðslu. Við ráðleggjum þér að geyma keramik-viðarkolagrillið að vetrarlagi undir þaki, í bílskúr eða skúr
til að verja það betur.
ÞRIF & VIÐHALD
Keramik-viðarkolagrill þrífur sig sjálft. Hitaðu það í 30 mínútur í 260 °C / 500 °F
en við það hverfa eða brenna upp allar matarrestar.
ÁBENDING
Ekki nota vatn eða önnur hreinsiefni til að þrífa keramik-viðarkolagrillið að innanverðu.
Veggirnir eru gljúpir og draga í sig allan vökva. Slíkt mun valda sprungum í keramik-viðarkolagrillinu.
Þegar keramik-viðarkolagrillið hefur kólnað og ef of mikið af ösku hefur safnast upp skaltu nota öskuáhaldið
til að skafa kolaleifar af fyrir næstu notkun.
Opnaðu neðra loftopið varlega og rakaðu sót og ösku í lítið ílát undir loftopinu.
Fargaðu ílátinu eða geymdu það fyrir síðari notkun (sót).
Til að þrífa ristina skaltu nota hreinsiefni, sem ekki er tærandi, um leið og grillið hefur kólnað að fullu.
Til að þrifa ytri yfirborð skaltu bíða þangað til keramik-viðarkolagrillið er kalt og nota rakan klút með mildu hreinsiefni.
Það er mikilvægt að skoða böndin og strekkja þau og bera olíu á hjarirnar tvisvar á ári eða oftar eftir þörfum.
Skoðaðu rær reglulega og hertu eftir þörfum.
VIÐVARANIR
ATHUGAÐU! Grillið verður mjög heitt og má ekki hreyfa það við notkun!
Ekki nota í lokuðum rýmum!
ATHUGAÐU! Ekki nota spíra eða bensín til að kveikja eða kveikja aftur upp í grillinu!
Notaðu aðeins grillkveiki samkvæmt EN 1860-3!
ATHUGAÐU! Haltu börnum og húsdýrum fjarri grillinu!

Publicité

Table des Matières
loading

Ce manuel est également adapté pour:

2478718124896087247901342490091525585926

Table des Matières