Télécharger Imprimer la page

MicroPower SL Serie Manuel D'utilisation page 135

Publicité

Ef rafmagnssnúran eða tengillinn hafa orðið
fyrir skemmdum, til að forðast hættu verður
útskipting á snúru/tengli einungis að vera
framkvæmd af framleiðandanum,
þjónustuaðila hans eða sambærilega hæfum
aðila.
Ef kyrrstætt tæki er ekki búið rafmagnssnúru
og kló, eða annarri leið til aftengingar við
rafmagn, þarf aftenging að vera innbyggð í
föstum raflögnum í samræmi við innlendar
reglur um raflagnir.
VIÐVÖRUN, hætta á raflosti. Há
útgangsspenna. Ekki snerta
skemmda hluta, óeinangruð skaut
rafhlöðu, tengi eða aðra rafhluta
undir spennu.
Við uppsetningu eða vinnu á rafhlöðu, hleðslutæki
eða skautum rafhlöðu - passið ykkur á
skammhlaupi. Skammhlaup getur valdið
líkamstjóni og skemmt rafhlöðuna til frambúðar.
Notast skal við viðeigandi einangruð verkfæri við
alla vinnu á hleðslutækjum fyrir rafhlöðu,
rafhlöðum og rafhlöðukerfi.
Aðvörun
Hættulegar aðstæður og varúðarráðstafanir eru
sýndar á eftirfarandi hátt í textanum:
VARÚÐ
Gefur til kynna mögulega hættulegar aðstæður.
Dauðsfall eða alvarlegt líkamstjón kann að
hljótast af ef viðeigandi varúðarráðstafanir eru
ekki gerðar.
AÐGÁT
Gefur til kynna aðstæður þar sem skemmd eða
meiðsl kunna að verða. Ef ekki er sneitt hjá þeim
kann lítilsháttar líkamstjón og/eða eignartjón að
hljótast af.
ATHUGIÐ
Almennar upplýsingar sem ekki tengjast öryggi
einstaklinga eða vörunnar.
Myndræn tákn
Eftirfarandi myndrænu tákn kunna að birtast á
vörum og í gögnunum.
Lestu leiðbeiningarnar. Handbókin
inniheldur mikilvægar öryggis- og
notkunarleiðbeiningar.
Stöðva aðgerð. Ávallt skal stöðva
hleðslu með því að þrýsta á Hlé
hnappinn áður en aftenging fer
fram.
VIÐVÖRUN, hætta á raflosti.
Háspenna að innan. Há
útgangsspenna Ekki snerta t.d.
óeinangruð tengi, sambönd eða
víra.
VARÚÐ, óæskilegar afleiðingar.
Þessar aðstæður gera kröfu um
meðvitund og aðgerðir stjórnanda.
Aðeins til notkunar innandyra.
Hleðslutæki fyrir rafhlöðu er aðeins
hannað til notkunar innandyra nema
hleðslutækið sé að minnsta kosti
IPX4-flokkað.
Vertu með hlífðarhanska.
Rafhlöðukaplar/rafhlöðutengi geta
orðið heit við hleðslu.
Kynning
Þetta skjal inniheldur notkunar- og
viðhaldsleiðbeiningar fyrir viðkomandi
rafhlöðuhleðslutæki.
Þetta skjal á erindi til þess sem notar
rafhlöðuhleðslutækið fyrir tilgang sinn; hlaða
rafhlöður.
Markhópar:
Uppsetningaraðilar
Notendur
Viðhaldsstarfsfólk og tæknimenn
Lýsing
MICROPOWER SL línan er 3-fasa iðnaðar
hátíðni rafhlöðuhleðslutæki, fínstillt fyrir annað
hvort litíumjónarafhlöður (Li-ion) eða blýsýru (Pb)
rafhlöður. Sem staðalbúnaður eru hleðslutækin
einnig búin litaskjá, sendi og tengi fyrir CAN-bus
samskipti.
ÍSLENSKA
135

Publicité

loading

Ce manuel est également adapté pour:

Sl 1a5b2 serieSl 1a5b3 serieSl 1a5b4 serie