106
6. Setjið ISO-fix leiðara á ÍSO-fix festingu bílsins til að auðveldara sé
að festa stólastöðina. (13)
7. ISOfix leiðararnir eru undir stólastöðinni.
8. Gólfstuðningur stólastöðvarinnar fellur niður þegar stólastöðinni er
lyft. Gerið þetta fyrir utan ökutækið. (14)
9. Ýttu niður öðrum gráa ISOfix hnappnum efst á stólastöðinni
til að losa ISOfix tengingarnar. Þær birtast þá á öðrum enda
stólastöðvarinnar. Togaðu tengingarnar alveg út. (15)
10. Komdu stólastöðinni fyrir í sæti bílsins. ISO-fix festingar stólsins
eiga að smella utan um ISO-fix festingu bílsins. Gakktu úr skugga
um að báðar ISO-fix merkingarnar á stólastöðinni séu grænar. (16)
11. Til að koma í veg fyrir að ISO-fix tengingarnar renni inn
þegar stóllinn er festur má ýta á merkta svæðið fyrir hjá gráa
hnappnum. (16)
12. Ýttu stólastöðinni þéttingsfast að ISO-fix festingum aftursætisins
þar til stöðin er tryggilega komin á sinn stað. (17)
13. Taktu gulu klemmuna af gólfstuðningnum (ekki fyrir allar gerðir).
Viðvörunarhljóð hættir þegar stóllinn og gólfstuðningurinn eru
komin í rétta stöðu (ekki fyrir allar gerðir). (18)
14. Stilltu gólfstuðninginn þannig að hann nemi við gólf
bifreiðarinnar. (19)
15. Hæðarvísir gólfstuðningsins bendir á grænt þegar uppsetningin er
rétt. (20)
Stólastöðin tekin úr ökutækinu
1. Ýta þarf miðju gráa ISOfix losunarhnappsins fram á við til að
fjarlægja stólastöðina úr ökutækinu. Þá losna báðar ISOfix
festingarnar.
2. Ef erfitt reynist að losa stólastöðina gæti hjálpað að ýta henni aftur
á bak um leið og þrýst er á hnappinn til að losa.
! Aðvörun: Möguleg mistök
• EKKI MÁ setja stólinn í framsæti MEÐ VIRKUM
ÖRYGGISPÚÐA.
• Alltaf skal nota gólfstuðninginn og ganga tryggilega
frá honum þannig að hann sé eins mikið út dreginn og
hægt er.
• Framstoðin verður að vera fest á stólastöðina þegar hún er notuð
með iZi Modular.
• Gakktu úr skugga um að merkin séu græn á ISO-fix festingunum
áður en ekið er af stað.
Ábyrgð
• Allar BeSafe vörur eru hannaðar, framleiddar og prófaðar af
kostgæfni bæði af framleiðanda og óháðum eftirlitsaðilum. Ef
stóllinn uppfyllir ekki kröfur vinsamlegast skilið honum til VÍS.
• Ef lagfæra þarf stólinn sem þú leigir, hafðu þá samband við
barnabílstóla VÍS í síma 560-5365 eða komdu við á næstu
þjónustuskrifstofu VÍS. Ekki reyna að lagfæra stólinn upp á
eigin spýtur.
• Stól sem lent hefur í umferðarslysi skal skila strax til VÍS og fá
annan í staðinn
107