104
Þakka þér fyrir að velja BeSafe iZi Modular i-Size base
! Það er mikilvægt að þú lesir þessa notendahandbók ÁÐUR en þú
festir stólinn. Röng uppsetning getur stofnað barni þínu í hættu.
! Mikilvægar upplýsingar
• Það er EKKI LEYFILEGT að setja stólinn í framsæti
MEÐ VIRKUM ÖRYGGISPÚÐA.
• iZi Modular i-Size base er aðeins hægt að setja í bíla
með ISOFIX festingum.
• Lesið handbók bílsins til að vita hvar stóllinn á að vera í bílnum.
• Lesið listann sem sýnir í hvaða bílum má nota stólinn.
• Hægt er að nota iZi Modular i-Size stólastöð með iZi Go Modular
fyrir 40-75 cm hæð og iZi Modular fyrir 61-105 cm hæð.
• Alltaf á að nota gólfstuðning. Ýta skal stönginni vel niður í gólf
ökutækisins og ganga úr skugga um að vísirinn á henni bendi
á grænt.
• EKKI reyna að taka stólinn í sundur, breyta eða bæta hlutum við
hann. Ábyrgðin gildir ekki ef annað en upprunalegir hlutir eru
notaðir eða einhver aukabúnaður.
• Ekki nota sterkar hreinsivörur; þær geta dregið úr styrk stólsins.
• BeSafe mælir með að notaðir barnabílstólar séu hvorki keyptir
né seldir.
• GEYMDU þessa handbók til síðari nota.
• EKKI nota stólinn lengur en 7 ár því efnið í honum breytist
með aldrinum.
• Ef þú ert í vafa, hafðu þá samband við starfsmenn barnabílstóla
hjá VÍS.
Undirbúningur ísetningar
• Framstoð
• Framstoðsspjald
• Gólfstuðningur
• Stöðuvísir hæðarstuðningsins
• Hæðarstilling gólfstuðnings
• Handfang til að losa stól frá stólastöð
• Hnappur til að losa ISOfix
• ISOfix vísir (2x)
• Hnappur fyrir ISOfix tengi (2x)
• ISOfix bílfesting (2x)
• ISOfix festingar (2x) (neðri hlið)
• ISOfix tengi (2x)
Uppsetning á iZi Modular i-Size stólastöð
• Fremri stoðin fylgir ekki fyrirfram ísett í grunninn. Hægt er að nota
iZi Go Modular á grunn án framstoðar.
!
Aðvörun: Framstoðin verður að vera fest við stólastöðina þegar hún
er notuð með iZi Modular. Setjið framstoðina í báðar festingarnar
eftir að hafa tosað framstoðsspjaldið út. Framstoðin fylgir aðeins
með iZi Modular (hægt er fá aðra ef þú notar tvær stólastöðvar fyrir
iZi Modular). (5,6,7)
1. Þegar þú vilt auka fótrými barnsins í bílnum getur þú dregið
framstoðsspjaldið út fyrir uppsetningu. Þetta á þó aðeins að gera
þegar iZi Modular sætið er bakvísandi og fær stuðning af framsæti
bílsins eða mælaborði. (8)
2. Framstoðin verður að vera á stólastöðinni eftir að hún er komin
í bílinn. Einnig er hægt að nota iZi Go Modular á stólastöð með
framstoð. (9) Framstoðin verður að vera í stöðu nr. 1 þegar hún er
notuð með iZi Go. (10)
3. Ekki aftengja framstoðina nema ætlunin sé að færa stólastöðina. Til
að aftengja hana þarf að toga framstoðina upp um leið og ýtt er
með verkfæri í gatið á hliðinni á framstoðsspjaldinu. Þetta ætti að
gera fyrst á annarri hliðinni og síðan hinni.
4. Ýtið framsæti bifreiðarinnar eins langt fram og hægt er á meðan
stóllinn er festur í aftursætið. (11)
5. Hafið sætisbakið í uppréttri stöðu þegar stóllinn er festur í
framsæti. (12)
105
1a
1b
1c
1d
1e
1f
2g
2h
2i
3j
4k
4l