Ekki tengja rafhlöðuna aftur við hleðslutækið fyrr en hitastig
hennar er aftur innan leyfilegra marka fyrir hleðslu.
Hleðsluvísir utan rafhjólsins
Athugaðu: Þegar búið er að kveikja slokknar strax aftur á
hleðsluvísi PowerMore-rafhlöðunnar (2).
Þegar kveikt er á rafhlöðu rafhjólsins sýna ljósdíóðurnar
fimm í hleðsluvísinum (2) hversu mikil hleðsla er á henni.
Hver ljósdíóða jafngildir þá u.þ.b. 20% hleðslugetu. Þegar
rafhlaða rafhjólsins er fullhlaðin loga allar fimm
ljósdíóðurnar.
Þegar kveikt er á rafhlöðu rafhjólsins kemur hleðslustaðan
einnig fram á skjá hjólatölvunnar. Hvað þetta varðar skal lesa
notendahandbók drifeiningarinnar og hjólatölvunnar og fara
eftir því sem þar kemur fram.
Þegar hleðslan á rafhlöðu rafhjólsins er komin niður fyrir
10% blikkar síðasta ljósdíóðan.
Þegar búið er að hlaða skal taka rafhlöðu rafhjólsins úr
sambandi við hleðslutækið og taka hleðslutækið úr sambandi
við rafmagn.
Frágangur snúru í festingu PowerMore-
rafhlöðunnar (sjá mynd A)
Athugaðu: Þegar gengið er frá snúrunni (6) skal gæta þess
að leggja snúruna (6) undir aflæsingarhnappinn (10).
Þannig er séð til þess að ekki sé hægt að ýta á
aflæsingarhnappinn (10) í ógáti og taka PowerMore-
rafhlöðuna úr lás.
PowerMore-rafhlaðan sett í og tekin af
Slökkva verður á rafhlöðunni og rafhjólinu áður en
u
rafhlaðan er sett í festinguna eða tekin úr henni.
Þegar búið er að setja rafhlöðuna í skal ganga úr
u
skugga um að hún hafi verið sett rétt í og sé vel fest.
Ekki skal skilja PowerMore-rafhlöðuna eftir á
u
rafhjólinu nema snúran sé í sambandi.
Ekki má setja PowerMore-rafhlöðuna þannig á að
u
innstungan snúi upp.
PowerMore-rafhlaðan sett í (sjá mynd B)
Til að setja rafhlöðuna (1) í skal setja raufar (12) hennar að
sporunum (11). Gæta verður þess að rafhlaðan snúi rétt og
að hún sé sett í bæði sporin. Ýttu rafhlöðunni (1) í festinguna
(9) þannig að hún smelli í lás.
Stingdu klónni (4) í innstunguna (3). Gæta verður þess að
klóin (4) snúi rétt.
Stingdu klónni (7) í hleðslutengið á rafhjólinu (8). Gæta
verður þess að klóin (7) snúi rétt.
Festu snúruna (6) samkvæmt fyrirmælum framleiðanda
rafhjólsins (t.d. með klemmum).
PowerMore-rafhlaðan tekin af (sjá mynd C)
Losaðu fyrst snúruna (6) með því að opna snúrufestinguna
með þeim hætti sem framleiðandi rafhjólsins mælir fyrir um.
Dragðu aflæsingarbúnaðinn (14) að þér ❶ og taktu klóna (7)
úr hleðslutenginu á rafhjólinu ❷.
Bosch eBike Systems
Ýttu á aflæsingarhnappana (13) og taktu klóna (4) úr
innstungunni.
Til að taka rafhlöðuna (1) af skaltu ýta á
aflæsingarhnappinn (10) og draga rafhlöðuna (1) til hliðar úr
festingunni (9).
Athugaðu: Vegna mismunandi byggingarlags og útfærslna
getur verið að fara þurfi öðruvísi að þegar PowerMore-
rafhlaðan er sett í og tekin úr. Sjá notendahandbók
framleiðanda rafhjólsins hvað þetta varðar.
Notkun
Búnaðurinn tekinn í notkun
Athugaðu: Hægt er að nota PowerMore-rafhlöðuna sem einu
rafhlöðuna á rafhjólinu. Skal þá hafa í huga að vegna
minnkaðrar afkastagetu eru bæði drægi og afl
drifeiningarinnar skert.
Kveikt/slökkt
Hægt er að kveikja á rafhjólinu með því að kveikja á rafhlöðu
rafhjólsins. Hvað þetta varðar skal lesa notendahandbók
drifeiningarinnar og stjórnbúnaðarins og fara eftir því sem
þar kemur fram.
Ef PowerMore-rafhlaðan er tengd við rafhjólið með
PowerMore-snúrunni er hægt að kveikja og slökkva á
rafhjólinu með hnappinum til að kveikja/slökkva (5). Ekki má
nota beitta eða oddhvassa hluti til að ýta á hnappinn.
Slökkt er á rafhlöðu rafhjólsins með því að ýta aftur á
hnappinn til að kveikja/slökkva (5). Er þá slökkt á rafhjólinu í
leiðinni.
Ef ekki er óskað eftir drifstuðningi í 10 mínútur (t.d. vegna
þess að rafhjólið er kyrrstætt) og ekki er ýtt á hnapp á
hjólatölvunni eða stjórnbúnaðinum á rafhjólinu slekkur
rafhjólið sjálfkrafa á sér.
Rafhlöðustjórnkerfið „Battery Management System (BMS)"
ver rafhlöðu rafhjólsins gegn djúpafhleðslu, ofhleðslu,
ofhitnun og skammhlaupi. Þegar hætta er á ferðum slekkur
rafhlaðan sjálfkrafa á sér.
Upplýsingar um rétta meðferð rafhlöðunnar
Hægt er að láta rafhlöðu rafhjólsins endast lengur með því að
sinna umhirðu hennar vel og þá sérstaklega með því að
geyma hana við rétt hitastig.
Jafnvel þótt farið sé vel með rafhlöðuna munu afköst hennar
óhjákvæmilega minnka með tímanum.
Þegar umtalsvert skemmri tími líður á milli þess að rafhlaðan
tæmist er það merki um að hún sé úr sér gengin. Skal þá
skipta um rafhlöðu rafhjólsins.
Íslenska – 3
Ef bilun greinist í rafhlöðu
rafhjólsins blikka tvær
ljósdíóður í hleðsluvísinum
(2). Snúa skal sér til
viðurkennds söluaðila
reiðhjóla vegna þessa.
0 275 007 3RE | (10.02.2024)