1. Ýttu á Mode-hnappinn þar til
samsvarandi tákn birtist.
DYNAMICAIR vísirinn leiftrar.
2. Ýttu á OK-hnappinn til að staðfesta.
DYNAMICAIR vísirinn er birtist.
Til að slökkva á aðgerðinni skal
endurtaka ferlið þar til það slokknar á
DYNAMICAIR-vísinum.
Ef aðgerðin er virkjuð
sjálfvirkt er DYNAMICAIR
vísirinn ekki sýndur (sjá
„Dagleg notkun").
Virkjun DYNAMICAIR
aðgerðarinnar eykur
orkunotkun.
Viftan stöðvast þegar hurðin er opin og
fer strax aftur í gang eftir að hurðinni er
lokað.
4.11 ChildLock aðgerð
Virkjaðu ChildLock aðgerðina til að læsa
hnöppunum gegn óviljandi notkun.
1. Ýttu á Mode þar til samsvarandi tákn
birtist.
ChildLock vísirinn leiftrar.
2. Ýttu á OK til að staðfesta.
ChildLock vísirinn er birtist.
Til að afvirkja ChildLock aðgerðina skal
endurtaka verklagið þar til ChildLock-
vísirinn slokknar.
4.12 DrinksChill aðgerð
DrinksChill aðgerðina á að nota til að
stilla hljóðaðvörun á ákveðnum tíma,
sem er til dæmis gagnlegt þegar uppskrift
útheimtir að matvæli séu kæld í ákveðið
langan tíma.
Einnig er hún gagnleg þegar þörf er á
áminningu til að gleyma ekki flöskum eða
dósum sem settar hafa verið í frystinn til
að hraðkæla þær.
1. Ýttu á Mode þar til samsvarandi tákn
birtist.
DrinksChill vísirinn leiftrar.
Tímastillirinn sýnir innstillt gildi (30
mínútur) í nokkrar sekúndur.
2. Ýttu á tímstillinguna til að breyta
innstilltum tíma frá 1 upp í 90
mínútur.
3. Ýttu á OK til að staðfesta.
DrinksChill vísirinn er birtist.
Tímamælirinn byrjar að leiftra (min).
Við lok niðurtalningar blikkar „0 min" og
viðvörunarhljóðmerki heyrist. Ýttu á OK-
hnappinn til að slökkva á hljóðinu og
slökkva á aðgerðinni.
Til að slökkva á aðgerðinni skaltu
endurtaka ferlið þar til slokknar á
DrinksChill.
Mögulegt er að breyta
tímanum hvenær sem er
meðan á niðurtalningu
stendur og í lokin með því að
ýta á hnapp fyrir lægra
hitastig og hnapp fyrir hærra
hitastig.
4.13 Aðvörun um háan hita
Þegar hitastigið hækkar í frystihólfinu (til
dæmis vegna þess að rafmagn hafði
áður farið af), þá fer aðvörun í gang,
hitastigsvísar frystisins leiftra og hljóðið
fer á.
Til að slökkva á aðvöruninni:
1. Ýttu á einhvern hnapp.
Það slokknar á hljóðinu.
2. Hitastigsvísir frystisins sýnir hæsta
hitastigið sem náðst hefur, í nokkrar
sekúndur og síðan sýnir skjáinn stillt
hitastig aftur.
Aðvörunarvísirinn heldur
áfram að leiftra þar til
eðlilegu ástandi er náð.
Ef þú ýtir ekki á neinn
hnapp, slekkur hljóðið á sér
sjálfkrafa eftir eina
klukkustund til að forðast
truflun.
4.14 Aðvörun fyrir opna hurð
Ef kælihurðin er skilin eftir opin í um það
bil 5 mínútur heyrist hljóð og
aðvörunarvísir leiftrar.
Aðvörunin stöðvast eftir að hurðinni er
lokað. Meðan á aðvöruninni stendur er
hægt að þagga í hljóðinu með því að ýta
á hnapp.
Ef þú ýtir ekki á neinn
hnapp, slekkur hljóðið á sér
sjálfkrafa eftir eina
klukkustund til að forðast
truflun.
ÍSLENSKA
83