Télécharger Imprimer la page

Pelican Catch Mode 110 Manuel De L'utilisateur page 35

Publicité

Les langues disponibles

Les langues disponibles

ÖRYGGISRÁÐSTAFANIR
Róðraíþróttir geta verið hættulegar og líkamlega krefjandi. Lestu eftirfarandi upplýsingar vandlega áður en þú notar
kajakinn. Ef þessum viðvörunum og varúðarráðstöfunum er ekki fylgt getur það leitt til alvarlegra meiðsla eða dauða.
Þegar þú notar Pelican kajak berð þú ábyrgð á því að ákvarða hvort þú hafir nauðsynlega færni til að takast á við
mismunandi vatns- og vindskilyrði. Þú ættir að beita dómgreind þinni um hvenær og hvar þú átt að nota kajakinn. Allir
notendur Pelican kajaks samþykkja að taka alla áhættu og ábyrgð á tjóni eða meiðslum, þar með talið dauða, sem kann að
stafa af notkun eða meðhöndlun kajaks. Við mælum eindregið með því að fara á námskeið hjá reyndum kajakkennara um
rétta róðrartækni, bátaöryggi og skyndihjálp áður en kajakinn er meðhöndlaður og notaður.
01
VIÐVÖRUN VEÐURSKILYRÐI OG VATNSHÆÐ
Athugaðu veðurskilyrði og vatnshæð áður en þú ferð út. Aldrei skal nota kajakinn þegar veður eða vatnsaðstæður (vindur,
mikil rigning, þrumuveður, flóð, úfið vatn eða sterkir straumar) geta haft áhrif á getu þína til að stýra kajaknum. Farðu í land eins
fljótt og auðið er ef þú ert þegar úti.
02
VIÐVÖRUN PERSÓNULEGUR FLOTBÚNAÐUR (PFD)
Notaðu alltaf persónulegan flotbúnað (PFD) sem viðurkenndur er af landhelgisgæslunni og/eða yfirvöldum. Áður en þú
byrjar að róa skaltu lesa gögn framleiðanda um flotbúnað þinn og kynna þér hvernig á að klæðast honum rétt.
03
VIÐVÖRUN ÁFENGI OG FÍKNIEFNI
Aldrei nota eða neyta áfengis, fíkniefna eða nokkurs annars hugarbreytandi efnis sem getur haft áhrif á samhæfingu þína,
dómgreind eða getu til að stjórna kajaknum á öruggan hátt.
04
VARÚÐ HLJÓÐMERKJABÚNAÐUR
Vertu ávallt með hljóðmerkjabúnað með þér. Landhelgisgæslan (eða aðrar opinberar stofnanir) krefjast þess að róðrarmenn séu
búnir hljóðmerkjabúnaði til að gera öðrum skipum viðvart um nærveru þeirra. Festu hann við flotbúnaðinn þinn ef mögulegt er.
05
VIÐVÖRUN AÐ STANDA UPP Á KAJAKNUM
Stattu aldrei upp í kajaknum nema ef það er tilgreint í eiginleikum að þú megir standa upp í honum. Ef staðið er upp
getur það orðið til þess að honum hvolfi. Ef honum hvolfir mælum við með að vera hjá kajaknum þar sem það er mun
hættulegra að reyna að synda í land.
06
VIÐVÖRUN HÆFNI
Þekktu mörk þín. Ráðfærðu þig við lækninn þinn áður en þú byrjar að æfa þig á kajaknum þínum. Þú skalt meta líkamlegt ástand
þitt á raunhæfan hátt til að ákvarða hversu langt og hversu lengi þú getur róið eða synt. Ef þú ert ekki viss skaltu byrja ferðina á
því að róa á móti straumnum svo heimferðin með straumnum sé auðveldari.
07
VIÐVÖRUN OFKÆLING
Klæddu þig vel miðað við veðurskilyrði og notaðu blautbúning ef þörf krefur. Kajakslys í köldu vatni eru mjög hættuleg.
Tap á líkamshita vegna dýfingar í kalt vatn (ofkæling) getur verið banvænt. Lifunartími í köldu vatni getur verið allt niður í
15 til 20 mínútur.
08
VARÚÐ VERTU Í FYLGD MEÐ ÖÐRUM
Ávallt skal róa með einhverjum öðrum. Æskilegt er að vera í fylgd með öðrum ef upp koma neyðartilvik eða slys. Þú ættir líka
að vera meðvitaður/meðvituð um líkamlega getu og sjúkdómsástand fólks sem rær með þér. Láttu einhvern alltaf vita af áætlun
þinni um að fara að róa, þar á meðal áfangastað, hversu lengi þú verður frá og hversu margir verða með þér.
09
VIÐVÖRUN KYNNTU ÞÉR ALLTAF VATNIÐ SEM ÞÚ ÆTLAR AÐ SIGLA UM
Kynntu þér óþekkt svæði. Kynntu þér hvenær bátsferðir eru leyfðar, hvort vitað sé um hættulegar aðstæður og hvar sé hægt að fá
aðstoð fljótt í neyðartilvikum eða slysi. Athugaðu sjávarfallabreytingar og strauma sem eru sérstakir fyrir staðsetningu þína. Ef þú
ákveður að fara niður flúðir skaltu skoða þær fyrirfram og flytja kajakinn þinn til að forðast ókunn eða hættuleg svæði ef þörf krefur.
10
VARÚÐ LÖG OG REGLUR
Fylgdu alltaf reglum Landhelgisgæslunnar, báta- og öryggislögum og reglum og fyrirmælum ýmissa yfirvalda (þar
á meðal svæðisbundinna). Ráðfærðu þig við Landhelgisgæsluna og yfirvöld um rétta meðferð kajaks og nauðsynlegan
öryggisbúnað eins og ljósa- og hljóðviðvörun.
11
VARÚÐ DRENTAPPI
Gakktu úr skugga um að drentappinn sé þéttur á sínum stað áður en þú setur kajakinn í vatnið. Tæmdu vatn sem
safnast hefur upp vegna þéttingar eða leka öðru hvoru.
12
VARÚÐ HÁLT VIÐ BLEYTU
Kajakefnið er einstaklega hált þegar það er blautt.
Við mælum með því að vera í stömum skóm til að auka grip og vera í miðju kajaksins.
13
VIÐVÖRUN SJÁLFSVÖRN
Notaðu viðeigandi öryggisbúnað. Mundu alltaf að hætta er á alvarlegum meiðslum eða dauða þegar þú ferð niður flúðir.
Þú verður að gera viðeigandi öryggisráðstafanir, skoða búnaðinn þinn vandlega og vera í viðeigandi öryggisbúnaði. Við
mælum með að vera alltaf með persónulegan flotbúnað og hjálm. Við mælum einnig eindregið með því að vera með
hlífðarvörn á handleggjum, fótleggjum o.s.frv. Þú berð ábyrgð á að hafa réttan búnað og kynna þér vatnið þar sem þú munt
nota kajakinn.
VIÐVÖRUN
/ ALDREI leyfa ólögráða börnum að nota þennan kajak án eftirlits fullorðinna.
/ ALDREI draga þennan kajak með bát.
/ ALDREI nota þennan kajak sem persónulegan flotbúnað.
/ ALDREI fara yfir hámarksþyngd kajaksins.
14
VIÐVÖRUN ÞYNGDARDREIFING
Gakktu úr skugga um að álagið á kajakinn þinn sé jafnt dreift til að tryggja hámarksafköst og koma í veg fyrir að honum
hvolfi fyrir slysni.
4

Publicité

loading

Ce manuel est également adapté pour:

Rise 100xBoost 100Strike 100nxtUltimate 120