Télécharger Imprimer la page

Pelican Catch Mode 110 Manuel De L'utilisateur page 34

Publicité

Les langues disponibles

Les langues disponibles

HEFJAST HANDA
Vinsamlegast lestu allar leiðbeiningar í þessari handbók. Geymdu þessa handbók á öruggum stað til að vísa í síðar ef þörf krefur. Notandahandbókin inniheldur:
MIKILVÆGAR UPPLÝSINGAR (
01
Þessi hluti hefur að geyma mikilvægar upplýsingar um kajakinn. Þessar
upplýsingar munu koma sér vel ef þú þarft að hafa samband við
þjónustudeild okkar.
ÁBYRGÐARSKRÁNINGARSKÍRTEINI (
02
Eins og lýst er í ábyrgðarhlutanum á síðu 6 geturðu skráð ábyrgðina
rafrænt á www.pelicansport.com. Þú getur líka sent útfyllt
ábyrgðarskráningarskírteini sem er að finna á síðu 8.
03
UPPRUNAYFIRLÝSING FRAMLEIÐANDA (
Erlend stjórnvöld geta krafist upprunayfirlýsingar framleiðanda. Fylltu út
eyðublaðið sem er að finna á síðu 7 ef þú þarft slíkt.
EFNI/FRAMLEIÐSLA
04
Pelican kajakar eru framleiddir með TST (twin
sheet thermoforming) tækni sem mótar þilfarið
og skrokkinn og sameinar þá undir miklum hita
og þrýstingi.
Við notum einnig RAM-X
TM
Premium, sem er léttara og þykkara efni.
Útkoman er stífari, endingarbetri, höggþolnari
vara en þær sem eru framleiddar með annarri tækni og lág-/miðlungsþéttu
pólýetýleni.
05
FLUTNINGUR
Þú getur flutt kajakinn með burðarhandföngunum að framan, aftan eða í
miðjunni. Ekki nota handföngin til að festa kajakinn við ökutæki þitt.
/ MEÐ HÖNDUNUM: Berðu kajakinn með því að nota burðarhandföngin.
Ef nauðsyn krefur, notaðu flutningsvagn til að aðstoða þig við flutninginn.
/ MEÐ ÖKUTÆKI: Við mælum með því að nota bílaburðargrind til að flytja
kajakinn með ökutæki. Fjarlægðu alla aukahluti og settu þá inn í ökutækið
áður en þú leggur af stað til að forðast að skemma eða týna þeim.
3
SÍÐA 1)
SÍÐA 8)
SÍÐA 7)
eða RAM-X
TM
Festu kajakinn þétt á ökutækið eða tengivagninn.
EKKI herða of mikið böndin þar sem slíkt getur skapað innfellingar
vegna þrýstings.
Notaðu bólstruð bönd í stað óbólstraðs nælons.
/ BÖND: Gakktu úr skugga um að kajakinn sé rétt festur á þak
ökutækisins eða á tengivagninum áður en ökutækið er gangsett.
Stöðvaðu stuttu eftir að ferðin er hafin til að athuga hvort kajakinn sé
enn rétt festur og að hann hafi ekki hreyfst. Mundu alltaf að athuga
böndin reglulega til að tryggja að strekking þeirra minnki ekki eftir að
þau hafa blotnað ef þú ert að ferðast í slæmu veðri.
06
GÁTLISTI FYRIR SJÓSETNINGU
/ Notaðu ávallt persónulegan flotbúnað (PFD).
/ Vertu ávallt með neyðarbúnað við höndina eins og skylt er samkvæmt
gildandi lögum (flauta o.s.frv.)
/ Mundu að fjarlægja búnað sem notaður er til að festa kajakinn við
flutning. Gættu þess að drentappinn sé á sínum tryggilega stað.
/ Gættu þess að árin sé rétt stillt fyrir hæð þína.
SJÓSETNING KAJAKSINS
07
Til að fara um borð í kajakinn skaltu setja fótinn í miðju kajaksins til að
tryggja að hann haldist stöðugur.
LEGUFÆRI
08
/ ALLTAF skal leggja kajaknum að fjarri grjóti og hvössum hlutum.
/ ALLTAF skal legga að í nægilega djúpu vatni til að skemma ekki
skrokkinn.
/ ALDREI skal leggja kajaknum að við bryggju sem er ekki búin
högghlífum sem vernda skrokkinn.
09
MIKILVÆGAR UPPLÝSINGAR
Hafðu í huga að geymslulúgur á kajaknum eru ekki vatnsheldar.
Allir hlutir sem eru viðkvæmir fyrir vatni verða að vera vel varðir.

Publicité

loading

Ce manuel est également adapté pour:

Rise 100xBoost 100Strike 100nxtUltimate 120