IS
WS Headset XP
Sú vara /vörur sem lýst er í notendaleiðbeiningum þessum er í samræmi við ákvæðin sem lýst er í tilskipun 89/686/EEC um
persónuhlífar (PPS) og tilskipun R&TTE um viðtækjabúnað og búnað fyrir fjarskiptamiðstöðvar 1999/5/EC. Þar af leiðandi
uppfyllir varan kröfur um CE-merkingu.
Gerðarlýsingar:
MT*H7AWS5
MT*H7P3*WS5
MT*H7BWS5
1. HVAÐ ER HVAÐ
(B:1) Höfuðspangarvír (ryðfrítt stál)
(B:2) Tveggja punkta upphengi (höfuðspangarvír)
(B:3) Eyrnapúðar (PVC-þynna og pólýesterfrauð)
(B:4) Höfuðspangarbólstrun (PVC)
(B:5) On/Off/Mode (Á/Af/Hamur)
(B:6) VOL+, VOL- (Hækka, lækka)
(B:7) Talhljóðnemi
(B:8) Bluetooth-hnappur
Athugasemd:
B:1 Gerð með hálsspöng: ryðfrítt stál. Gerð með hjálmfestingu: ryðfrítt stál.
B:4 Bólstrun á hálsspöng: POE.
2. AÐ AÐHÆFA OG STILLA
Hvirfilspöng (mynd C)
Dragðu skálarnar út og leggðu skálarnar yfir eyrun þannig að þéttihringirnir umlyki þau alveg (1).
Stilltu hæð skálanna með því að renna þeim upp eða niður á meðan höfuðspönginni er haldið kyrri (2).
Höfuðspöngin ætti að liggja yfir sjálfan hvirfilinn (3).
Hjálmfesting (mynd D)
Smelltu hjálmfestingunum í festiraufarnar á hjálminum (1).
Hlífarnar hafa tvær stillingar: Loftræstistillingu (2) eða vinnustillingu (3).
Hlífarnar verða að vera í vinnustillingur við notkun!
Þrýstu höfuðspangarvírunum inn á við þar til smellur heyrist báðum megin og gættu þess að hvorki skálin né vírarnir snerti
innra byrði hjálmsins eða hjálmbrúnina því að það getur hleypt inn hljóði.
Athugasemd! Settu aldrei hlífar með röku frauði á hjálminn (4)!
Samþykktar samsetningar hjálmfestra gerða (mynd K)
Eingöngu ætti að nota þá gerð þessara eyrnahlífa, sem festar eru við hjálm, með öryggishjálmum eins og þeim sem tilgreindir
eru í (mynd K).
1. Gerð hjálms
2. Tegund hjálms
3. Prófanaskýrsla
4. Hjálmfesting
5. Höfuðstærð: S=lítil, N=miðlungs, L=stór.
3. NOTKUN/AÐGERÐIR
3:1 Að kveikja og slökkva á heyrnartólunum
Þrýstu á On/Off/Mode hnappinn (B:5) í 2 sekúndur til þess að kveikja eða slökkva á heyrnartólunum.
3:2 Bluetooth-pörun
Hægt er að para heyrnartólin og tengja við Bluetooth-tæki sem styðja snið A2DP, HFP eða HSP.
48
All manuals and user guides at all-guides.com
Gerð með höfuðspöng
Gerð með hjálmfestingu
Gerð með hálsspöng