Télécharger Imprimer la page

IKEA MITTZON Mode D'emploi page 19

Masquer les pouces Voir aussi pour MITTZON:

Publicité

Les langues disponibles
  • FR

Les langues disponibles

  • FRANÇAIS, page 10
Íslenska
Rafvélrænt hæðarstillanlegt vinnusvæði með snertistýringu til að stilla hæð. Börn frá 14 ára
aldri og fólk með skert skynbragð, líkamlega eða andlega getu, geta notað þessa vöru ef þau
eru undir eftirliti eða hafa fengið leiðbeiningar frá einstaklingi, sem er ábyrgur fyrir öryggi
þeirra, um hvernig á að nota vöruna á öruggan hátt og að það skilji hætturnar sem henni
fylgir. Börn mega ekki að leika sér með vöruna. Börn eiga ekki að sjá um þrif og viðhald nema
undir eftirliti.
Þýtt úr upprunalegum leiðbeiningum.
Ráð og leiðbeiningar fyrir MITTZON stillanlegt skrifborð.
Módel:
Inntak:
Hljóðstyrkur:
Orkunotkun í biðstöðu:
Hæðarstillingar:
Burðarþol:
Kjörhitastig við notkun:
Kjörhitastig við geymslu:
Rakastig:
Aflgjafi:
Í s l e n s k a
Einungis má nota vöruna með aflgjafanum sem fylgir.
Hver sem ber ábyrgð á uppsetningu og notkun þessa borðs eða viðhaldi og
viðgerð, ætti að lesa þessar leiðbeiningar vandlega. Geymdu leiðbeiningarnar
nærri borðinu.
Uppsetningarleiðbeiningar
Borðið er sett saman samkvæmt meðfylgjandi samsetningarleiðbeiningum.
Tengdu annan enda snúrunnar (50mm) að lengd við M1 innstungu á
stjórnbúnaði. Tengdu síðan hinn endann við snúruna á fætinum . Tengdu
snúruna frá hinum fætinum í M2 innstungu á stjórnbúnaði. Tengdu
fjarstýringu við HS innstungu og aflgjafa við AC innstungu á stjórnbúnaði.
Stjórnbúnaðurinn ætti að vera í bakkanum á grindinni og snúran ætti að
vera í feltbakkanum á bakhliðinni. Stilltu rafmagnssnúrunum þannig upp
að þær skemmist ekki. Vinsamlega skoðaðu samsetningarleiðbeiningarnar.
Tengdu rafmagnssnúruna í vegginnstungu (eða innstungu sem komið er fyrir
í feltbakkanum).
Athugaðu! Rafmagnssnúran verður að liggja þannig að hún geti færst til.
Borðið er þá tilbúið til notkunar. Mótorinn stöðvast sjálfkrafa þegar borðið
hefur náð lægstu eða hæstu mögulegu stillingu.
Notkun borðsins
Borðið má aðeins nota sem vinnuborð með möguleika á að vinna hvort sem
er standandi eða sitjandi. Borðið má aðeins nota innandyra og á þurrum stað
(í skrifstofurými eða slíku).
Það má ekki ofhlaða borðið – hámarksþyngd er 80 kg/176 lbs. Hægt er að
láta mótorana ganga í mest 2 mínútur samfleytt. Eftir þann tíma þurfa
mótorarnir u.þ.b. 18 mínútur til að kólna niður áður en þeir fara aftur í
gang.
Fylgið þessum leiðbeiningum þegar borðhæðin er stillt:
1. Gættu þess að allar snúrur séu rétt tengdar.
2. Gættu þess að ekkert sé fyrir borðinu þannig að það sé hægt að stilla
hæðina.
3. Ýttu á upp og niður hnappana á handfjarstýringunni til að stilla hæð
skrifborðsins.
MITTZON
AC 110V eða 230V, 50/60Hz
minni en 50 dB(A)
<0,2 W
62-126 cm
80 kg/176 lbs
+5 til +40°C
-10 til +50°C
20% til 80% við +30°C
DC max 30V, 350W
Öryggisleiðbeiningar
Þegar borðið er hækkað og lækkað þarf að gæta þess að vera í nægilegri
fjarlægð til að forðast að klemmast á milli borðplötunnar og nærliggjandi
hluta. Þegar borðið er hækkað eða lækkað þarf notandi að gæta þess að
enginn slasist og ekkert skemmist. Engin fyrirstaða má vera fyrir borðplötunni
sem gæti valdið því að borðið velti. Fjarlægðu alltaf skrifborðsstól áður en
borðið er hækkað/lækkað. Þrífæti borðsins má ekki breyta á nokkurn hátt.
Gættu þess að taka borðið alltaf úr sambandi við rafmagn þegar þarf að
sinna viðhaldi eða viðgerðum. Breytingar á stjórnbúnaði og fjarstýringu eru
stranglega bannaðar. Breytingar á fótum eru stranglega bannaðar! Borðið má
ekki nota sem lyftu fyrir fólk.
Viðhalds- og viðgerðarleiðbeiningar
Athugaðu hvort þurfi að herða skrúfur um það bil viku eftir að borðið er tekið
í notkun. Ef ekki er hægt að lækka eða hækka borðið skaltu athuga tengingu
milli innstungu á borði og veggs og gæta þess að allar snúrur séu örugglega
í sambandi. Ef skipta þarf um einhvern hluta borðsins þarf fyrst að taka
rafmagnssnúruna úr sambandi. Tengdu snúruna aftur við vegginnstungu
þegar búið er að skipta um hlutann og kláraðu endurræsinguna samkvæmt
endurræsingarleiðbeiningum. Þegar endurræsingu er lokið án vandkvæða er
borðið tilbúið til notkunar. Ef borðið virkar ekki sem skyldi þrátt fyrir þessar
aðgerðir, hafðu þá vinsamlega samband við IKEA verslunina.
Viðgerð á vöru
Ekki gera tilraun til að laga vöruna upp á eigin spýtur, ef þú opnar eða
fjarlægir lokin getur þú orðið fyrir rafstraumi eða öðrum skaða.
Framleiðandi: IKEA of Sweden AB
Heimilisfang: Box 702, SE-343 81 Älmhult, SWEDEN
Símanúmer: +46(0)476-648500
GEYMDU LEIÐBEININGARNAR
Táknið með mynd af ruslatunnu með krossi yfir þýðir að ekki má farga
vörunni með venjulegu heimilissorpi. Vörunni þarf að skila í endurvinnslu eins
og lög gera ráð fyrir á hverjum stað fyrir sig. Með því að henda slíkum vörum
ekki með venjulegu heimilissorpi hjálpar þú til við að draga úr því magni af
úrgangi sem þarf að brenna eða nota sem landfyllingu og lágmarkar möguleg
neikvæð áhrif á heilsu fólks og umhverfið. Þú færð nánari upplýsingar í IKEA
versluninni.
Samræmisyfirlýsing ESB fylgir með pakkningunum í aðskildum skjölum.
19

Publicité

loading