Íslenska
Nokkur góð ráð:
Borðplatan er úr endurunnu gleri og kvoðu. Ólíkt
borðplötu úr gegnheilum steini, er hún þétt í gegn,
slétt og varin fyrir blettum.
Meðhöndlun og þrif
•
Notaðu rakan mjúkan klút, volgt vatn og milda
sápu fyrir dagleg þrif.
•
Forðastu að nota hreinsiefni sem inniheldur
olíu, hreinsiduft eða svarfefni. Ef yfirborðið er of
lengi í snertingu við hreinsiefni gæti það valdið
skaða eða breytt lit á yfirborðinu. Þvoðu plötuna
strax með vatni til að takmarka áhrif af efnum
sem gætu skemmt hana.
•
Fjarlægðu erfiða bletti með ediki blandað með
vatni 50/50. Hreinsaðu yfirborðið eftir á með
vatni og þurrkaðu með mjúkum klút.
•
Fjarlægðu matarafganga með plast- eða
viðarspaða. Þrífðu svo yfirborðið með rökum
klúti til að koma í veg fyrir að maturinn skilji
eftir sig blett.
•
Borðplatan þolir flest hreinsiefni sem almennt
eru til heimilisnota. Ekki nota sterk efni eða
leysiefni eins og málningarleysir, ofnhreinsi eða
húsgagnahreinsi.
•
Ekki setja heita hluti beint á borðplötuna.
Notaðu alltaf pottastand eða hitaplatta til að
vernda yfirborðið. Sjóðandi vatn og slettur frá
heitum mat skemmir ekki borðplötuna.
•
Ekki nota hníf eða aðra beitta hluti beint á
borðplötunni. Það skemmir yfirborðið og bit
hnífsins. Skerðu alltaf á skurðarbretti.
•
Varastu að draga hluti með hvössum brúnum
eftir borðplötunni, það getur rispað hana.
•
Ekki setja brauðrist, kaffivél, ketil eða önnur
eldhústæki sem gefa frá sér hita beint á
samskeyti tveggja borðplatna þar sem hitinn
getur skemmt samskeytin.
•
Gættu þess að nota aldrei stálull, grófan svamp,
ræstiduft eða samsvarandi vörur því það getur
rispað veggþilin.
11