Aðgerðir
Innihald
Dúkka með fötum, koppur, smekkur, peli, diskur með skeið, geymslukassi með loki, plastskífur, límmiðaörk
Uppsetning
Festið límmiðana öðrum megin á þær plastskífur sem eru í samsvarandi lit.
Liturinn á plastskífunum getur verið mismunandi, af framleiðslutengdum ástæðum.
Raðið plastskífunum með matvælalímmiðunum í geymslukassann.
Fyllið dúkkuna af skífum með litlum kúkum á áður en leikurinn hefst. Það er gert með því að opna tauhlífina á baki
dúkkunnar. Opnið því næst hlerann á hægri hliðinni og fyllið hólfið af skífum. Hallið dúkkunni svolítið fram á við á
meðan þetta er gert. Ábending: Fimm skífur ætti að vera hæfilegt.
Lokið hlífinni gætilega aftur.
Kveikt á dúkkunni: Snúið rofanum aftan á dúkkunni af „OFF" á „ON". Dúkkan gefur frá sér hjalhljóð þegar kveikt
hefur verið á henni.
Lokið því næst tauhlífinni.
Matartími
Komið matnum fyrir á diskinum með því að taka skífur með matarlímmiðum upp úr geymslukassanum og blanda
þeim að vild.
Dúkkan borðar
Þrýstið skeiðinni á grópina á milli varanna og hökunnar. Þá segir dúkkan „mmh" og opnar munninn.
Ábending: Matið dúkkuna aðeins með einni matarskífu í hverri skeið. Ef margar skífur eru í skeiðinni getur það
valdið stíflu.
Setjið matarskífuna upp í dúkkuna með skeiðinni. Dúkkan gefur frá sér tugguhljóð
og lokar munninum svo aftur eftir um það bil 10 sekúndur.
Dúkkan „kyngir" matarskífunni og gefur frá sér viðeigandi hljóð. Hallið dúkkunni svolítið aftur á bak þegar hún er
mötuð, til að skífan renni greiðlegar niður.
Hægt er að mata dúkkuna nokkrum sinnum.
Ef hún er enn svöng gefur hún frá sér hávært hljóð.
Þegar dúkkan er orðin södd helst munnurinn lokaður og hún gefur frá sér hljóð til að sýna að hún vilji ekki meira.
Hún skælir svolítið (hljóð) og byrjar svo að hjala.
Ábending: Það má mata dúkkuna fjórum til sex sinnum áður en hún verður södd – stundum oftar og stundum
sjaldnar.
Á meðan dúkkan er að borða gefur hún frá sér drykkjarhljóð. Þá skal þrýsta pelanum upp í munn hennar. Aldrei má
setja vatn eða neins konar annan vökva í pelann.
Koppastund
Klæðið dúkkuna úr buxunum og setjið hana á koppinn. Þegar þrýst er á naflann á dúkkunni byrja kúkaskífurnar að
hrynja niður í koppinn.
Á meðan gefur dúkkan frá sér nokkur hljóð: 1. „rembihljóð", 2. prump, 3. andvarp, 4. hlátur.
Ábending: Þessi hljóð heyrast í hvert sinn sem þrýst er á naflann á henni. Kúkaskífurnar skila sér aðeins ef hólfið
var fyllt.
Ábending: Stundum er meltingin svolítið hæg og þá geta skífurnar fests. Ef það gerist skal hrista dúkkuna svolítið
til að losa um skífurnar.
58