Télécharger Imprimer la page

CYBEX gold LEMO Mode D'emploi page 55

Masquer les pouces Voir aussi pour LEMO:

Publicité

• Þessi vara er ekki leikfang. Ekki leyfa
börnum að leika sér með þessa
vöru.
HVERNIG NOTA Á VÖRUNA
• Þegar LEMO er notað sem barnatröppur sem hluti af LEMO
barnatröppusettinu er þessi vara ætluð börnum sem geta
staðið án stuðnings. Hámark álag er 25 kg (55 pund). Fyrir
börn á aldrinum sirka 1 til 5 ára*, hámarkshæð 110 cm eða
hámarksþyngd 25 kg.
• Gakktu úr skugga um að hringurinn sé í mjaðmahæð.
• Notaðu þessar barnatröppur aðeins á sléttum, jöfnum og
láréttum flötum. Aldrei lyfta barnatröppunum upp á borð eða
aðrar hækkaðar einingar.
• Dragðu úr hættu á meiðslum! Komdu barnatröppunum fyrir á
stað sem er fjarri heitum flötum og vökva, gardínusnúrum og
rafmagnssnúrum.
• Ekki nota barnatröppurnar ef einhver hluti vörunnar reynist
brotinn, rifinn eða ef einhvern hluta vantar eða varan sjálf virkar
ekki sem skyldi. Láttu gera við vöruna í slíkum tilvikum.
• Þessi vara er ekki ætluð til notkunar á meðan barnið sefur
eða situr.
VIÐHALD OG ÞRIF
• Notandi ber ábyrgð á að sinna almennu viðhaldi vörunnar.
• Skoðaðu reglulega samsetningu þessa aukabúnaðar.
• Allir tengihlutir þurfa að hafa verið vandlega skrúfaðir og festir.
• Hertu skrúfurnar með reglulegu millibili, helst 1-2 vikum eftir
að stóllinn er settur saman. Eftir það ættir þú að kanna þær
reglulega og herða aftur eftir þörfum, t.d. á eins mánaðar fresti.
• Notaðu aðeins upprunalega CYBEX varahluti. Það getur
reynst varasamt ef þeim er skipt út fyrir varahluti frá öðrum
aðilum.
• Ekki breyta vörunni á nokkurn hátt.
• Ef þú hefur einhverjar athugasemdir eða lendir í einhvers konar
vandamálum í tengslum við vöruna, skaltu vinsamlegast hafa
samband við birgja eða innflutningsaðila.
• Vöruna má aldrei geyma við rakar aðstæður.
• Gakktu úr skugga um að hálkumottur og viðarfletir séu þurrir
áður en þeim er komið fyrir á vörunni. Vinsamlegast fjarlægðu
motturnar þegar varan er ekki í notkun.
• Hreinsaðu barnatröppurnar með rökum klút og mildu
hreinsiefni og þerraðu vandlega.
• Ekki nota slípiefni eða vörur sem innihalda etanól við að þrífa
stólinn.
• Fjarlægðu strax vatn eða annan vökva með þurrum klút.
• Gættu þess að varan verði ekki beinu sólarljósi þegar verið er
að þurrka hana.
*Sjá notkunarleiðbeiningar
IS
55

Publicité

loading