Anleitung_SHZ_125_1000_SPK7:_
Athugið!
Við notkun tækja þarf að gera ákveðnar
öryggisráðstafanir til að fyrirbyggja slys á fólki. Lesið
þessar notkunarleiðbeiningar því vandlega.
Geymið öryggisleiðbeiningarnar vel þannig að alltaf
sé greiður aðgangur að þeim. Ef tækið er lánað skal
sjá til þess að lántaki fái öryggisleiðbeiningarnar í
hendur.
Engin ábyrgð er tekin á slysum eða tjóni sem orsakast
af því að ekki er farið eftir þessum leiðbeiningum og
öryggisupplýsingum.
1. Öryggisatriði
AÐVÖRUN!
Lesið öll öryggisleiðbeiningar og tilmæli.
Ef ekki er farið eftir öryggisleiðbeiningum og tilmælum
getur það orsakað raflost, bruna og/eða alvarleg
meiðsl.
Geimið öryggisleiðbeiningarnar og aðrar
leiðbeiningar til síðari nota.
1. Gangið úr skugga um að spenna rafrásarinnar
sem nota á sé sú sama og gefin er upp í
upplýsingarskilti tækisins. Ef spennan er ekki rétt
getur verið að tækið virki ekki eðlilega og getur
valdið skaða á fólki.
2. Rafmagnsleiðslurnar sem notaðar eru verða að
hafa jarðtengingu og rafrásin verður að vera
tryggð með öryggi.
3. Það er bannað að lyfta hlutum sem eru þyngri en
uppgefin hámarksþyngd tækis.
4. Notið þetta tæki einungis í þau verk sem það er
framleitt fyrir. Lyftið ekki né flytjið til manneskjur
með þessu tæki.
5. Togið ekki í rafmagnsleiðsluna til þess að taka
tækið úr sambandi við straum. Haldið
rafmagnsleiðslunum fjarri hita, olíu og hvössum
brúnum og köntum.
6. Reynið ekki að lyfta né draga til hluti sem eru
fastir eða skorðaðir á einhvern hátt.
7. Takið tækið úr sambandi við straum á meðan að
það er ekki í notkun.
8. Haldið börnum og óviðkomandi fólki fjarri tækinu.
9. Bannað er að lyfta til hlutum til hliðar eða fá enni
hlið. Forðist að hlutnum sem lyft er geti byrjað að
sveiflast til.
10. Gangið úr skugga um að krókurinn snúi eins og
sýnt er á stjórnborðinu.
11. Athugið reglulega hvort að rafmagnstalían hafi
skemmst. Stjórnborðið verður að vera í fullkomnu
ásigkomulagi.
12. Látið fagaðila ávallt sjá um viðgerðir og viðhald á
16.10.2008
16:07 Uhr
Seite 65
þessu tæki. Viðgerðir og þjónustuvinna verður að
vera framkvæmd af viðurkenndum þjónustuaðila.
Ef það er ekki gert, getur það leitt til slysa
notanda.
13. Forðist að slökkva og kveikja á tækinu of snökt
(kveikja og slökkva til skiptis).
14 Hafið ávallt varann á við notkun á þessu tæki.
15. Standið hvorki né vinnið undir hlassi sem hangir.
16. Notið hlífðarhjálm.
2. Tækislýsing (myndir 1-2)
1. Festingar
2. Festigat fyrir krók
3. Kefli
4. Rofi fyrir hámarks vírlengd
5. Öryggisrofi fyrir stöðvara
6. Stálvír
7. Stöðvari
8. Krókur
9. Neyðarstopp
10. Þrýstirofar
11. Fjarstýring
12. Rafmagnsleiðsla
13. Stýrileiðsla
14. Mótor
15. Vírhjól
16. Aukakrókur
3. Tilætluð notkun
Rafmagnstalían er til þess gerð að lyfta hlassi og láta
það síga í lokuðum rýmum eftir gerð tækis.
Tækið má einungis nota eins og lýst er í
notandaleiðbeinungunum. Öll önnur notkun er ekki
leyfileg. Fyrir allan skaða, slys eða þessháttar sem
hlýst getur af þessháttar notkun er notandi / eigandi
ábyrgur fyrir en ekki framleiðandi tækisins.
Athugið, að verkfæri okkar eru ekki til þess ætluð að
nota þau á verkstæðum í iðnaði, á verkstæðum
handverks og þau eru ekki byggð fyrir slíka notkun.
Við tökum enga ábyrgð ef verkfærið er notað á
verkstæðum og í iðnaði eða svipuðum fyrirtækjum.
4. Tæknilegar upplýsingar
Ávallt verður að fara eftir tæknilegum
upplýsingum þessa tækis.
Hámarksþyngd er óháð því hvernig vír tækisins er
þræddur.
IS
65