ÍSLENSKA
9
TOSTERÖ grillhlíf er vatnsheld og verndar
grillið fyrir regni, sól, snjó, óhreinindum,
ryki og frjókornum þegar það er ekki í
notkun. Með vatnsheldri hlíf, verndar þú
grillið þitt og lengir líftíma þess.
NOTKUNARLEIÐBEININGAR
Athugið! Ekki er hægt að snúa hlífinni við.
Glansandi hliðin verður alltaf að snúa inn,
að grillinu.
Við mælum með að þú breiðir yfir grillið
þegar það er ekki í notkun. Athugið! Gætið
þess að grillið sé kalt þegar breitt er yfir
það. Þegar búið er að breiða yfir grillið þarf
að festa böndin með krókunum á fæturna
til að tryggja að hlífin haldist á sínum stað í
miklum vindi. Þegar grillið er ekki í notkun
í lengri tíma ætti að hafa hlífina á því og
geyma það undir þaki eða á svölum og
þurrum stað innandyra.
UMHIRÐULEIÐBEININGAR
Til að hreinsa ryk og óhreinindi af hlífinni
ætti að sprauta á hana köldu vatni (30°C)
eða þurrka af henni með blautri tusku. Til
að hreinsa mikil óhreinindi þarf að nota
svamp og mildan uppþvottalög, og skola á
eftir með köldu vatni.