Peltor 3M MT1H7-2 Série Mode D'emploi page 44

Table des Matières

Publicité

Les langues disponibles
  • FR

Les langues disponibles

  • FRANÇAIS, page 11
3:2 Að kveikja og slökkva á heyrnartólunum
Kveiktu og slökktu á tækinu með því að þrýsta á On/Off/Mode hnappinn og halda honum niðri í tvær sekúndur. Tónboð
staðfesta að kveikt hefur verið eða slökkt á tækinu. Síðasta stilling vistast alltaf þegar slökkt er á heyrnartólunum, nema hár
hljóðstyrkur á tengi út. Það slökknar sjálfvirkt á heyrnartækjunum eftir tvo tíma án neinnar virkni. Tónmerki gefur það til kynna
síðustu mínútuna áður en heyrnartólin slökkva á sér.
3:3 Valmynd
Þrýstu snöggt á On/Off/Mode hnappinn til þess að fletta gegnum valmyndina. Skrefin í valmyndinni eru:
Volume (hljóðstyrku)r, Balance (jafnvægi), Equalizer (tónjafnari), Release time (losunartími), External input volume (styrkur
hljóðmerkis inn) og External input mode (hljóðmerki inn).
Við hvert skref í valmynd eru hnapparnir + (hækka) og – (lækka) notaðir til þess að breyta stillingum.
Hægt er að slökkva á sumum aðgerðum með því að þrýsta á – hnappinn og halda honum niðri í tvær sekúndur. Kveikt er á
þeim á ný með því að þrýsta snöggt á + hnappinn. Hvert skref og breyting á stillingu í valmynd er staðfest með raddskilaboðum.
3:4 Hljóðstyrkur
Hljóðstyrksstillingin stýrir virkni umhverfishljóða með 6 styrkstigum og slökkt. Hljóðstyrkurinn takmarkast við 82 dB. Mögnunin
lækkar þegar ytra hljóðmerki berst inn um ytra tengi inn.
Athugasemd! Þegar slökkt er á þessari aðgerð, eru utanaðkomandi hljóð ekki deyfð sem gæti reynst hættulegt.
3:5 Jafnvægi
Hægt er að stilla jafnvægi á milli hægri og vinstri eyra í 9 þrepum. Miðjustillingin næst með því að þrýsta samtímis á + og –
hnappana.
3:6 Tónjafnari
Tónjafnarinn stillir tóninn og er með fjórum þrepum: Low (lágt), Neutral (eðlilegt), High (hátt) og Extra High (mjög hátt).
3:7 Biðtími (styrkstýrð stilling fyrir umhverfishljóð)
Biðtímastillingin tilgreinir þann tíma sem líður áður en takmarkari styrkstýrðu aðgerðarinnar opnast eftir að kveikt hefur verið á
honum. Í boði eru stillingarnar Normal (venjulegt) og Slow (hægt).
3:8 Stilling fyrir ytri innstungu (bara heyrnartól)
Hægt er að stilla ytri innstungu á þrennan hátt. Reyndu öll þrjú þrepin til þess að finna það sem hentar best því tæki sem þú
tengdir við.
3:9 Styrkstilling ytri innstungu (bara heyrnartól)
Hægt er að stilla hljóðstyrk ytri innstungu á Normal (venjulegt) eða High (hátt).
VIÐVÖRUN! Sé hljóðstyrkur stilltur á Hátt, gæti hann farið yfir 82 dB.
4. MIKILVÆGAR UPPLÝSINGAR TIL NOTENDA
Mælt er með því að notandi gangi úr skugga um að:
• Heyrnarhlífarnar séu settar upp, stilltar og haldið við í samræmi við leiðbeiningar framleiðanda.
• Heyrnarhlífarnar séu alltaf notaðar í hávaðasömu umhverfi.
• Skoðað sé reglubundið hvort heyrnarhlífarnar nýtist eins og til er ætlast.
Viðvörun!
Sé ekki farið eftir ofangreindum tilmælum, skerðir það mjög verndareiginleika heyrnarhlífanna.
• Ákveðin efnafræðileg efni geta valdið tjóni á vörunni. Nánari upplýsingar fást hjá framleiðanda.
• Heyrnarhlífar og einkum þó eyrnapúðar geta orðið lélegir með tímanum og þá þarf að skoða með reglulegu millibili í leit að
sprungum og öðrum göllum.
• Séu einnota hlífar notaðar getur það haft áhrif á hljóðfræðilega eiginleika heyrnarhlífanna.
• Heyrnarhlífarnar eru búnar styrkstýrðri hljóðdeyfingu. Notandi ætti að kynna sér rétta notkun áður en hún hefst. Ef hljóð er
bjagað eða vart verður við bilun ætti notandi að leita ráða um viðhald og hvernig skipta á um rafhlöðu í handbók framleiðanda.
• Á eyrnahlífunum er tengi fyrir hljóðtæki. Notandi ætti að kynna sér rétta notkun áður en hún hefst. Ef hljóð er bjagað eða vart
verður við bilun ætti notandi að leita lausna í handbók framleiðanda.
• Farðu að ráðum í handbókinni um viðhald og skipti á rafhlöðum.
Viðvörun!
• Afköst tækisins geta minnkað eftir því sem rafhlöðuhleðsla minnkar. Gera má ráð fyrir að rafhlaða í heyrnarhlífum endist í 1000
39
IS

Publicité

Table des Matières
loading

Ce manuel est également adapté pour:

3m tactical xp

Table des Matières