Anleitung_PRO_HM_4_SPK7:_
IS
5.3 Ítól ísett (mynd 4)
Þrífið ítólið áður en að það er ísett og berið örlitla
feiti á öxul þess.
Dragið aftur læsihulsuna (2) og haldið henni þar.
Rennið rykfríu ítóli inn í botn patrónunnar. Ítólsið
festist sjálfkrafa.
Athugið hvort að ítólið sé fast með því að toga í
það.
5.4 Ítól fjarlægt (mynd 5)
Dragið læsihulsuna (2) aftur, haldið henni þannig og
dragið ítólið út.
6. Tækið tekið til notkunar
Varúð!
Halda verður á tækinu á báðum haldföngum til
þess að minnka slysahættu (6/8)! Annars getur
myndast hætta á raflosti ef borað er í rafleiðslur!
6.1 Höfuðrofi (mynd 1)
Tæki gangsett:
Þrýstið inn höfuðrofanum (4)
Slökkt á tæki:
Sleppið höfuðrofa (4).
6.2 Stilling snúningsáttar (mynd 6 / staða 5)
Einungis má skipta á milli höggbors og
skrúfnotkunar á meðan að slökkt er á tækinu!
Stillið inn rétta snúningsátt með stillirofa
snúningsáttar (5):
Snúningsátt
Réttsælis (borað áfram)
Rangsælis (afturábak)
6.3 Stilling borun/höggbor/meitlun (mynd 7 /
staða 3)
Til þess að bora verður að þrýsta inn hnappinum
(E) á stillirofanum (3) og snúa stillirofanum (3)
samtímis í stellingu A.
Til höggborunar verður að þrýsta inn hnappinum
(E) á stillirofanum (3) og snúa stillirofanum (3)
samtímis í stellingu B.
Til meitlunar verður að þrýsta inn hnappinum (E)
á stillirofanum (3) og snúa stillirofanum (3)
samtímis í stellingu C.
Í stellingu C er meitillinn læstur.
Til meitlunar verður að þrýsta inn hnappinum (E)
á stillirofanum (3) og snúa stillirofanum (3)
samtímis í stellingu D.
Í stellingu D er meitillinn læstur.
78
22.08.2011
8:15 Uhr
Varúð!
Við höggborsnotkun þarf einungis að beita litlum krafti
á tækið. Of mikill þrýstingur á tækið leggur óþarfa
álag á mótor þess. Yfirfarið borinn reglulega. Skipta
verður um óbeitta bora eða slípa þá.
6.4 Notkunarljós (mynd 1 / staða 9)
Þegar að tækinu er stungið í samband við rafmagn
logar notkunarljósið (9).
7. Skipt um rafmagnsleiðslu
Ef að rafmagnsleiðsla þessa tækis er skemmd, verður
að vera skipt um hana af framleiðanda, viðurkenndum
þjónustuaðila eða af fagmanni til þess að takmarka
hættu.
8. Hreinsun, viðhald og pöntun á
varahlutum
Áður en tækið er hreinsað skal taka það úr sambandi.
8.1 Hreinsun
Haldið öryggisbúnaði, loftopum og mótorhlífinni
eins rykfríum og lausum við óhreinindi og kostur
er. Þurrkið af tækinu með hreinum klút eða blásið
af því með þrýstilofti við lágan þrýsting.
Mælt er með því að tækið sé hreinsað eftir hverja
notkun.
Hreinsið tækið reglulega með rökum klút og dálítilli
sápu. Notið ekki hreinsi- eða leysiefni þar sem þau
geta skemmt plasthluta tækisins. Gætið þess að
Staða stillingar
vatn berist ekki inn í tækið.
þrýst inn hægra megin
Haldið sogopunum á slípiplötunni hreinum.
þrýst inn vinstra megin
Ef tækið reynist vera gallað skal leita til fagmanna
með viðgerðir.
8.2 Kolburstar
Ef neistaflug er mikið skal láta rafvirkja yfirfara
kolbursta.
Athugið! Aðeins rafvirkjar mega skipta um
kolbursta.
8.3 Viðhald
Í tækinu eru ekki fleiri hlutir sem þarfnast viðhalds.
8.4 Pöntun varahluta
Þegar varahlutir eru pantaðir þarf eftirfarandi að
koma fram:
Tegund tækis
Vörunúmer tækis
Auðkennisnúmer tækis
Seite 78