rafhlöðuna við hátt hitastig eða geyma hana í of háum hita, þar sem of löng geymsla við háan eða lágan hita getur haft áhrif á verkun
Fairbuds. Geymið Fairbud á vel loftræstu svæði þegar þau eru notuð eða hlaðin. Notið tækið einungis við hitastig frá -10°C til +40°C.
Ekki hlaða tækið þegar umhverfishitinn er fyrir neðan 0 °C eða ofan +40°C.
Ef skipta þarf um rafhlöðu skal tryggja að nýja rafhlaðan sé upprunaleg Fairbuds rafhlaða. Fairphone styður aðeins og tekur ábyrgð á
rafhlöðum sem eru í samræmi við AUFBAT-1 / LIR1054 gerðina, t.d. eins og rafhlöðurnar sem hægt er að finna á https://shop.fairphone.
com/en/spare-parts. Ekki nota aðra rafhlöðu þar sem slíkt gæti stefnt öryggi þínu og tækisins í hættu.
Fyrir leiðbeiningar um hvernig skipta á um rafhlöðuna á öruggan hátt, vinsamlegast athugið Quick Start leiðbeiningar okkar.
Viðhald og geymsla
Til að viðhalda hreinlæti Fairbuds getur þú notað tusku til að fjarlægja ryk og fitu. Ekki nota úðaefni, leysiefni eða slípiefni. Geymið
Fairbuds í varnarhulstrinu sem kemur með þeim. Ekki geyma aðra hluti í varnarhulstrinu. Passið að geyma á hreinum þurrum stað.
Forðist að geyma í beinu sólarljósi eða í miklum hita eða kulda.
Húðerting
Til að forðast húðertingu og skemmdir á Fairbuds, forðist notkun eftir að þau hafa komist í snertingu við vökva s.s. sápu, sjampó, farða,
sólvörn, smyrsli og önnur ertandi efni sem geta leitt til ertingar. Ef roði, þroti, kláði eða önnur erting kemur fram mælum við með að þú
hættir notkun á Fairbuds og að þú hafir samband við lækni þinn án tafar og hafir síðan samband við okkur í gegnum www.fairphone.
com/support
Öryggi staðsetningar
Notkun Fairbuds undir sumum kringumstæðum getur truflað þig og valdið hættulegum aðstæðum (til dæmis þegar þú keyrir bíl).
Verið meðvituð um umferðarreglur á ykkar svæði og sérstaklega bönn eða takmarkanir á notkun heyrnatóla (t.d. á sjúkrahúsum eða í
flugvélum).
Læknistæki
Fairbuds innihalda segulvirk efni. Ráðfærið ykkur við lækninn um hvert það get haft áhrif á ígrædd læknistæki.
Förgun
Vinsamlegast ekki farga Fairbuds með heimilissorpi. Íkon 1 á síðu 6 sýnir sérstakt förgunarílát fyrir rafhlöður. Þegar þessi vara eða
rafhlaða hennar klárast, farðu þá með hana á söfnunarstað sem tilnefndur er af staðbundnum yfirvöldum til öruggrar förgunar eða
endurvinnslu. Vinsamlegast skoðið heimasíðu sveitarfélagssins þar sem þú býrð til að fá leiðbeiningar um förgun.
Ábyrgð
Þessi vara er tryggð af Fairphone-ábyrgðinni. Fairphone-ábyrgðin er framleiðandaábyrgð sem nær yfir hvers kyns framleiðslugalla,
þar með talið óviðeigandi eða ófullnægjandi vinnu við efni, og hönnun á tilgreindum ábyrgðartíma sem er 2 ár fyrir heyrnatólin.
Þessi ábyrgð nær ekki yfir bilanir eða galla sem stafa af óviðeigandi meðhöndlun eða eðlilegu sliti. Fyrir alla ábyrgðina og viðeigandi
undanþágur ábyrgðar, vinsamlegast farðu á: www.fairphone.com/legal. Ef þú tekur eftir einhverjum göllum eða bilunum í vörunni þinni,
42