IS
TÆKNILEGAR UPPLýSINGAR
• Geta:
• Spenna:
• Tegund varnar:
• Ljósabúnaður til skiptingar:
R7S
TIL AÐ KOMA LJÓSABÚNAÐINUM FYRIR
• Losa skal skrúfuna á efri hlið flóðljóssins og smella hlífðarglerinu fram.
• Taktu ljósabúnaðinn úr umbúðunum.
• Gættu þess að snerta ekki ljósabúnaðinn með berum höndum því þá verða eftir
fitublettir sem geta leitt til ofhitnunar. Nota skal hreinan og þurran klút sem skilur
ekki eftir ló.
• Setja skal annan enda ljósabúnaðarins í perustæðið. Ýttu á hann og settu síðan
hinn endann í perustæðið. Gættu þess að perustæðið bogni ekki.
• Lokaðu síðan glerhlífinni og festu skrúfuna aftur.
UPPSETNING
Einungis þjálfaðir fagaðilar mega sjá um uppsetninguna samkvæmt gildandi reglum
um hana. Hafðu því samband við viðurkennd rafmagnsfyrirtæki.
VIÐVÖRUN!! Áður en búnaðurinn er settur upp verður að rjúfa rafstrauminn að
snúrunni og útiloka að straumur sé settur aftur á.
• Losa skal skrúfurnar á hliðum hlífarinnar og fjarlægja arminn sem hún er fest við.
• Koma skal festingararminum fyrir á heppilegu yfirborði. Uppfylla skal kröfur um
uppsetningarflöt sem gefnar eru upp í kaflanum „Almennar öryggisupplýsingar"
(sjá 1-4).
• Settu flóðljóshlífina aftur á festingararminn en festu skrúfurnar aðeins lauslega.
• Losa skal skrúfurnar á bakhlið tengiboxins og fjarlægja hlífina.
• Fjarlægðu snittaða stút snúruopsins og ýttu honum á rafmagnssnúruna –
skrúfgangur snittaða stútsins verður að vísa að snúruendanum.
• Losa skal skrúfur snúrufestingarinnar og fjarlægja hana.
• Ýttu núna einnig þéttingunni fyrir snittaða stútinn á snúruna og stingdu henni í
opið á tengiboxinu. Gættu þess að þéttingin sitji rétt í opinu. Ef rafmagnssnúran
er of mjó verður að þétta um opið með aukaráðstöfunum.
• Gakktu frá leiðslum samkvæmt mynd 5/mynd 6.
• Skrúfaðu snittaða stútinn aftur fastan í opinu, settu snúrufestinguna á og festu
skrúfurnar.
• Settu hlíf tengiboxins aftur á og festu skrúfurnar alveg.
TIL AÐ STILLA LýSINGARÁTT
• Losaðu skrúfurnar á hliðum festingararmsins, stilltu síðan lýsingarátt flóðljóssins
62
ANL_0593003555_0593004555_0593052555_0593053555.indd 62-63
All manuals and user guides at all-guides.com
hám. 150W (0101R)
hám. 500W (0201R)
230V~, 50Hz
IP44
Vörunr. 0599940555/120W
Vörunr. 0599950555/400W
eftir óskum og festu svo skrúfurnar aftur.
TIL AÐ SKIPTA UM LJÓSABÚNAÐ
Tæknilegar upplýsingar um ljósabúnaðinn má finna í kaflanum „Tæknilegar
upplýsingar" eða á merkispjaldi sem er á flóðljósahlífinni.
• Fyrst skal rjúfa strauminn að flóðljósinu og útiloka að straumur sé settur aftur á.
Láta skal flóðljósið kólna nægilega!!
• Losa skal skrúfu hlífðarglersins á efri hlið flóðljóssins og snúa hlífðarglerinu fram.
• Taktu ljósabúnaðinn úr umbúðunum.
• Gættu þess að snerta ekki ljósabúnaðinn með berum höndum því þá verða eftir
fitublettir sem geta leitt til ofhitnunar. Nota skal hreinan og þurran klút sem skilur
ekki eftir ló.
• Setja skal annan enda ljósabúnaðarins í perustæðið. Ýttu því næst á það og settu
síðan hinn endann í perustæðið. Gættu þess að perustæðið bogni ekki.
• Lokaðu síðan glerhlífinni og festu skrúfuna aftur.
HReInsun
• Rjúfa skal strauminn að flóðljósinu og útiloka að straumur sé settur aftur á. Láta
skal flóðljósið kólna nægilega!
• Þegar búnaðurinn er hreinsaður má einungis nota þurran eða örlítið rakan klút,
sem skilur ekki eftir ló, og hugsanlega milt hreinsiefni. Ekki má nota hreinsiefni
sem inniheldur fægilög eða leysiefni.
• Ef þörf er á má hreinsa ljósabúnaðinn með klút sem skilur ekki eftir ló og hefur
verið vættur örlítið með spíra. VIÐVÖRUN! Eftir að ljósabúnaðurinn hefur verið
hreinsaður með spíra skal láta lofta um hann í að minnsta kosti 20 mínútur.
VIÐHALD
• Skipta skal tafarlaust um skemmt hlífðargler.
• Fjarlægja skal tafarlaust öll óhreinindi á hlífinni eða hlífðarglerinu þar sem þau
geta leitt til ofhitnunar.
IS
63
26.07.2012 11:17:08