2. H ægt er að stilla hljóðstyrk hátalarans (17) frá 1 (lægst) upp í 3 (hæst) með rofa
fyrir hljóðstyrk (10).
3. Þ egar móttakarinn tekur á móti merki frá senditækinu lýsir gaumljós fyrir
hljóðstyrk (13), á þrjá vegu, eftir því hversu hátt heyrist í barninu. Þegar það
heyrist sem mest í barninu þá víbrar tækið að auki.
Ljósið er afar nytsamlegt til að fylgjast með barninu þegar hljóðstyrkurinn er
lágt stilltur á foreldratækinu.
4. Þ egar foreldratækið er tengt barnatækinu lýsir stöðugt grænt ljós á gaumljósi
fyrir tengingu (15). Ef tækin ná ekki tengingu blikkar rautt ljós. Að auki heyrist
píp til að það fari ekki fram hjá þér. Hljóðmerkið heyrist einnig ef slokknar á
barnatækinu.
5. Þ ú getur talað við barnið með foreldratækinu í barnatækið með því að halda
inni talhnappinum (16).
6. Þ ú getur haft foreldratækið á þér með því að festa á það gúmmíhringinn (14).
Til að fjarlægja gúmmíhringinn þarftu að beygla hann út og toga af tækinu.
Hleðsla
Barnatæki:
Þegar lítið er eftir af rafhlöðunni blikkar rafhlöðutáknið rauðu ljósi. Stingdu tækinu
í samband með innstungu (2).
Foreldratæki:
Þegar lítið er eftir af rafhlöðunni blikkar rafhlöðutáknið rauðu ljósi. Settu
foreldratækið í tengikví barnatækis (7) eða settu það í samband með USB-C
tengi (11).
Notaðu aðeins NIMH AAA/HR03 endurhlaðanlegar rafhlöður ef þú vilt hlaða.
Ekki reyna að hlaða aðrar tegundir af rafhlöðum, á borð við Alkaline, Carbon
Zing o.s.frv. Barnavaktarinn er með innbyggðir vörn sem nemur ranga tegund af
rafhlöðu. Rafhlöðutáknið (4) blikkar ef eitthvað er ekki rétt.
47