Varúð ! Notið aðeins fylgihluti og varahluti samþykkta af framleiðanda. Hreinsið hjálminn með CASCO
hjálmhreinsiefni eða vatni, mildri sápu og mjúkum klút. Til að sótthreinsa og hressa upp á efnið innan í
hjálminum, notið efni frá CASCO (helmet refresher).
E: GEYMSLA
Loftþurrkið hjálminn eftir hverja notkun og geymið hann á köldum, þurrum stað. Hátt hitastig (þ.m.t. í
beinu sólarljósi, á bak við gler, í dökkum pokum og í farangursrýmum) getur skemmt hjálminn. Ójafnt
hjálmyfirborð og blöðrumyndun eru merki um hitaskemmdir. Þetta getur þegar komið fram við hitastig 50°
C. CASCO hjálmar með viðskeytinu "Monocoque-Inmold" eru með hitaþol allt að 100˚C.
Til að tryggja örugga geymslu og flutninga mælum við með að nota CASCO Softbox.
ATHUGIÐ: Notið ekki hitaþolna hjálma !
F: ÁBYRGÐ
CASCO veitir tveggja ára ábyrgð á efni og framleiðslu vara sinna. Ábyrgðin nær EKKI til eðlilegs slits eða
breytinga á vörunni af viðskiptavininum eða skemmdum sem stafa af slysum eða við óviðeigandi notkun.
Til að sannreyna gildi ábyrgðarkrafna er nauðsynlegt að framvísa upphaflegri sölukvittun með seljanda
stimpli og kaupdegi.
G: Mikilvægar upplýsingar fyrir öryggi þitt
Þótt hjálmar dragi úr líkum á meiðslum geta þeir ekki útilokað meiðsli í sumum tilvikum. Umfram það eru
hjálmar ekki hannaðir til að vernda höfuðið frá marblettum af völdum hestsins.
Notið alltaf hjálm þegar hjólað er, og farið varlega!
Hjálmurinn getur aðeins verndað það svæði sem hann nær til!
Verið alltaf með hjálminn í réttri stöðu. Enginn hjálmur getur verndað háls eða þau svæði höfuðsins sem
ekki eru varin af hjálminum. Til að tryggja mesta mögulega vernd skal hjálmurinn sitja þétt, alltaf skal nota
ólarnar og skulu þær sitja eins og leiðbeint er.
Hjálmur skal ekki notaður á meðan börn klifra eða eru í öðrum leikjum þar sem festingar hjálmsins geta
þá krækst á leiktæki og valdið kyrkingum.
ATHUGIÐ: Þessi hjálmur hefur verið sérstaklega hannaður til reiðhjóla.
Hann má ekki nota fyrir aðrar íþróttir eða á mótorhjóli.
Þessi hjálmur er gerður úr efnum sem vitað er að ekki valda ertingu í húð eða öðrum heilsufarslegum
áhrifum á notendur sem eru heilir heilsu. Ef þú finnur fyrir viðbrögðum skaltu ekki nota hjálminn!
Viðvörun: Aukabúnaður sem ekki er samþykktur af CASCO fyrir tiltekna gerð getur haft áhrif á
árangur og virkni hjálmsins.
Ef þig vanhagar um frekari upplýsingar varðandi hjálminn, vinsamlegast hafðu samband við næsta
ráðgjafafyrirtæki eða söluaðila.
Fyrirtækið áskilur sér rétt til að gera tæknilegar breytingar. Engin ábyrgð tekin á skriftarvillum
70