Íslenska – Notkunarleiðbeiningar (Icelandic)
1.
Ábendingar um notkun: Elos gervitannaskrúfan er ætluð til þess að festa gervitennur við tannplanta í beini.
2.
Lýsing á tæki: Elos gervitannaskrúfan er gerð úr lífsamhæfðri 4/5 ELI títaníumblöndu (TiAl6V4 ELI). Elos
gervitannaskrúfan kemur með lífsamhæfðri húðun, það fer þó eftir hverju afbrigði fyrir sig.
3.
Frábendingar: Ofnæmi fyrir blöndunni eða innihaldsefnum blöndunnar er mjög sjaldgæft.
4.
Aðferð við notkun: Gangið úr skugga um að gervitönnin sé rétt staðsett á tannplantinum. Herðið Elos gervitannaskrúfuna
með ráðlögðu hersluátaki, notið viðeigandi verkfæri. Ráðlagt hersluátak er gefið upp á merkimiðanum.
5.
Varnaðarorð:
Gervitönnin, gervitannaskrúfan og/eða tannplantinn geta skemmst ef meira hersluátaki er beitt en mælt er með.
Gervitönnin getur losnað ef minna hersluátaki er beitt en mælt er með.
Þegar Elos-gervitannaskrúfa er sett upp er mikilvægt að nota handvirkt skrúfjárn áður en hvers konar skrúflykill
með átaksmæli er notaður.
Elos gervitannaskrúfan er eingöngu einnota. Endurnýting getur valdið skertri virkni og/eða sýkingum.
Þar sem Elos gervitannaskrúfan er lítil þarf að sýna aðgát við meðhöndlun hennar til að koma í veg fyrir að
sjúklingurinn gleypi hana eða hún berist í öndunarveg.
6.
Varúðarreglur: Eingöngu sérfræðingar í tannlækningum sem hafa hlotið viðeigandi þjálfun mega nota og meðhöndla Elos
gervitannaskrúfuna.
Þegar unnið er við gervitönnina á vinnustofu eða hún mátuð þarf að nota sérstaka bráðabirgðaskrúfu. Aðeins má nota Elos
gervitannaskrúfuna við varanlega festingu tilbúinna gervitanna.
7.
Þrif og sótthreinsun: Fyrir ísetningu verður að hreinsa Elos gervitannaskrúfuna með vatni og bursta og síðan sótthreinsa
hana og sæfa. Ráðlögð sæfingaraðferð er heil gufusæfingarlota með forlofttæmingu við 134 °C (273 °F) í þrjár mínútur að
lágmarki, eða við 121 °C (250 °F) í 15 mínútur að lágmarki.
8.
Samhæfi: Nánari upplýsingar um samhæfi Elos gervitannaskrúfunnar er að finna á merkimiða vörunnar.
9.
Yfirlýsing um segulómun: Elos gervitannaskrúfan hefur ekki verið prófuð vegna öryggis, hita, tilfærslu eða samhæfni við
segulómun (MRI).
10.
Geymsla og meðhöndlun: Geyma skal Elos gervitannaskrúfuna við stofuhita, fjarri beinu sólarljósi.
11.
Förgun: Fargið sem líffræðilega hættulegum úrgangi.
12.
Tákn:
Vöruskrárnúmer
Lotunúmer
Framleiðandi
Lesið
notkunarleiðbeiningarnar
Má ekki endurnýta
Ekki sæft
Elos Medtech Pinol A/S
Engvej 33
DK - 3330 Gørløse
www.elosmedtech.com
Electronic IFU with additional languages can be accessed at
Document ID: DEV-00680 version 10.0
www.elosmedtech.com/IFU
Notið ekki ef umbúðir eru skemmdar
Einungis afhent gegn lyfjaávísun
Datum proizvodnje
Medicinski proizvod
Ráðlagt hersluátak
13 / 27