Mikilvægar upplýsingar um rafhlöður, raftæki og
rafeindabúnað (WEEE)
Rafmagns- og rafeindabúnaði sem merktur er með tákni sem sýnir
yfirstrikaða ruslafötu er óheimilt að farga með almennu óflokkuðu
sorpi. Rafhlöður og úrgang frá rafbúnaði og rafeindabúnaði (WEEE)
skal meðhöndla sérstaklega í samræmi við þau söfnunarúrræði
sem viðskiptavinum standa til boða fyrir skil, endurvinnslu og
endurnýtingu á rafbúnaði, rafeindabúnaði og rafhlöðum. Þegar
þess er kostur skal fjarlægja og einangra rafhlöður úr rafbúnaði og
rafeindabúnaði áður en slíkur búnaður er settur í söfnunarferli fyrir
sorp. Rafhlöðum skal safna saman sérstaklega með því að nota
þau söfnunarúrræði sem viðskiptavinum standa til boða fyrir skil,
endurvinnslu og endurnýtingu á rafhlöðum og rafgeymum.
Upplýsingar fyrir einstök lönd eru fáanlegar á:
http://www.lenovo.com/recycling
Endurvinnsluupplýsingar fyrir Japan
Upplýsingar varðandi endurvinnslu og förgun fyrir Japan eru fáanlegar á:
http://www.lenovo.com/recycling/japan.
Aðrar yfirlýsingar um endurvinnslu
Frekari upplýsingar um endurvinnslu á hlutum tækisins og rafhlöðum
eru í notkunarleiðbeiningum. Ítarlegri upplýsingar eru í hlutanum „Sækja
notkunarleiðbeiningar".
Endurvinnslumerkingar á rafhlöðum
Upplýsingar um endurvinnslu á rafhlöðum fyrir Taívan
Upplýsingar um endurvinnslu á rafhlöðum fyrir Bandaríkin og Kanada
129