Mikilvægt!
• Fjarstýringin er eingöngu ætluð til nota innanhúss og
hægt er að nota hana við hitastig frá 0ºC til 40ºC.
• Ekki skilja fjarstýringuna eftir undir beinu sólarljósi eða
nálægt hitagjöfum, þar sem það getur valdið ofhitnun.
• Styrkbil á milli fjarstýringar og móttökubúnaðar er mælt í
opnu rými.
• Mismunandi byggingarefni og staðsetningar einingarinnar
geta haft áhrif á svið þráðlausrar tengingar.
Leiðbeiningar um umhirðu
Hreinsa skal fjarstýringuna með mjúkum klút bleyttum
með litlu magni af mildu hreinsiefni. Notaðu annan mjúkan
þurran klút til að þurrka.
Athugið!
Notaðu aldrei slípiefni eða leysiefni þar sem slíkt getur
skemmt vöruna.
26
Rafhlöður sem mælt er með:
2 x IKEA LADDA 900 (AAA/HR03, 1.2V, 900mAh, Ni-MH)
(fylgir ekki með)
Ekki má blanda rafhlöðum af mismunandi getu, gerðum eða
dagsetningarstimplum.
TÆKNILÝSING
Tegund: E2001
Nafn: STYRBAR fjarstýring ryðfrítt stál
Tegund: E2002
Nafn: STYRBAR fjarstýring hvít
Inntak: 3V, 2x AAA/HR03 LADDA rafhlöður
Svið: 10 m í opnu rými.
Aðeins til notkunar innanhúss
Vinnslutíðni: 2405-2480 MHz
Útgangsafl: 12,6 dBm (EIRP)
IP-flokkur: IP44