IS - NOTENDAHANDBÓK
Lestu notkunarleiðbeiningarnar áður en þú notar borðið, geymdu þær til síðari nota,
kynntu þér öryggisleiðbeiningarnar og fylgdu þeim. Tryggðu að uppsetning, samsetning
og viðhald á borðinu séu í samræmi við þessar leiðbeiningar. Ef þessum leiðbeiningum
er ekki fylgt getur það leitt til alvarlegra líkamsmeiðsla og/eða eignatjóns. Ef spurningar
vakna um samsetningu eða notkun borðsins skaltu hafa samband við söluaðilann,
framleiðandann eða fulltrúann.
VARÚÐ:
Röng notkun getur verið hættuleg.
Lestu samsetningarleiðbeiningarnar vandlega. Setja verður borðið saman samkvæmt
þessum samsetningarleiðbeiningum.
Verja skal borðið fyrir drjúpandi vatni o.s.frv.
Engin eldfim efni mega vera innan 1 metra frá bakhlið eða hliðum borðsins þegar til dæmis
pítsuofn er notaður á því.
Borðið verður að vera á sléttu yfirborði við eldun.
NOTNKUN OG VIÐHALD
Ekki færa borðið við eldun. Halda verður borðinu fjarri eldfimum efnum við eldun.
Hreinsaðu borðið reglulega, helst eftir hverja grillveislu. Borðið skal hreinsað að minnsta
kosti einu sinni á ári. Plastyfirborð: þvoið með heitu sápuvatni og þurrkið. Ekki nota
sítrónusýru, svarfandi hreinsiefni, fituleysandi efni eða hreinsiþykkni á plasthluta þar sem
það getur skemmt þá og/eða leitt til bilana.
Yfirborð úr ryðfríu stáli: hreinsið borðið eftir hverja notkun með mildu hreinsiefni og
sápuvatni og þurrkið með mjúkum klút.Nota gæti þurft svamp til að hreinsa fituleifar.
Notið mýkri hluta svampsins til að forðast að valda skemmdum.
FÖRGUN
Ekki má farga borðinu með heimilissorpi. Fargið borðinu á endurvinnslustöð. Það verndar
auðlindir og umhverfið.
Frekari upplýsingar fást hjá yfirvöldum á staðnum.
Samsetningarleiðbeiningar á blaðsíðu 18
11